Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 259
AuðuR AðAlSTEInSDóTTIR
258
2.4 Póstnáttúrulegir draumar og femínísk vistrýni
Í verkunum sem hér hafa verið til umfjöllunar sækir Gyrðir til karllegrar
hefðar einmana snillinga sem einangra sig í náttúrunni í því verkefni sínu að
skrifa til pósthúmanísks samtíma þar sem umhverfisvandamál eru í brenni-
depli sem aldrei fyrr. list karlanna í þríleiknum er tilraun til tengingar
við hið „lifandi land“, við líf-heiminn sem þeir eru hluti af. Þeir reyna að
„jarðtengja“ sig og list sína jafnt í gegnum hið smæsta og hið stærsta sam-
hengi. Hér leitar Gyrðir ekki síst í smiðju stóuspekinnar – og er ekki sá eini
sem hefur reynt að breyta mannhverfri áherslu hennar þannig að hún feli
í sér tengingu við öll önnur náttúrufyrirbæri. listamenn hans komast þó
ekki fram hjá þeirri grundvallarfirringu menningarinnar sem liggur í tví-
hyggjunni sem skilgreinir helming mannkynsins sem aðra. Þeir eiga aldrei
samtalið sem Tóníó kröger átti við lisavetu Ivanovnu102 og kveikti á þeim
skilningi hans að listin ætti að tengja okkur við aðra. Í vistfræðilegu tilliti
gefur áberandi fjarlægð og fjarvera kvenna í þríleiknum þannig til kynna að
nálgun stóuspekinnar séu takmörk sett ef ekki er tekið tillit til vistfemínískra
sjónarmiða. Hér má enn á ný tengja við bók Jakobínu Sigurðardóttur, Lif-
andi vatnið – – –, þar sem móðirin, fyrsta og nánasta tenging aðalsöguper-
sónunnar Péturs við annað fólk, er látin. Þrátt fyrir að „hann skilur að það er
gott að eiga förunaut, mannveru sem gengur sama veg og hann, hans vegna,
sem gleðst með, með honum, hryggist með honum, sameinast honum um
áþreifanlegt takmark: heimili, afkvæmi, framhald manns sjálfs í nýrri kyn-
slóð“103 þá hefur honum mistekist að tengja almennilega við eiginkonu sína
lilju, koma fram við hana eins og jafningja. Í stað þess hefur hann gengið
vélrænt inn í kúgandi gangvirki feðraveldisins og tekið sem sjálfsagt hús-
freyjuhlutverk hennar innan veggja heimilisins og hlutgervingu hennar sem
kynferðislegt viðfang, látið hana þola: „Þessa þögn – þessa innilokun – eða,
nei – og svo var ég nógu góð – í rúminu – þegjandi eins og – hver hlutur til
síns – brúks. […] Stundum eins og ég – væri ekki – manneskja – ekki lifandi
[…]“.104 lykilatriði í svikum Péturs gagnvart eiginkonunni er að hann hefur
ekki áhuga á samtali við hana heldur er eiginkonan sú sem hlustar á meðan
hann talar við aðra karla, eða jafnvel bara við sjálfan sig: „Ekki við mig – nei
102 Ein tenging lisavetu við konuna sem sífellt gengur málaranum úr greipum í Sandár-
bókinni er austurevrópskur uppruni. Í Tóníó Kröger er talað um „slafneskt“ andlit
hinnar rússnesku lisavetu og málari Gyrðis tengir andlit ónefndu konunnar sem
hann hittir við Tékkland og karpatafjöll.
103 Jakobína Sigurðardóttir, Lifandi vatnið – – –, Reykjavík: Skuggsjá, 1974, bls. 164.
104 Sama rit, bls. 184.