Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 157
GUðRÚn STEInÞóRSDóTTIR
156
Með því að tefla saman þessum tveimur persónum, Sögu og Jóhönnu,
er vel dregið fram á hve ólíkan hátt fólk getur minnst sömu atvika og fjöl-
skyldumeðlima, um leið og sýnt er fram á að minnið getur leikið alla grátt
hvort sem þeir eru veikir, eins og Saga, eða heilbrigðir, eins og Jóhanna. Per-
sónurnar mynda jafnt andstæður og hliðstæður, önnur man fortíðina of vel
og man jafnvel það sem aldrei gerðist á meðan hin man lengi vel ekki neitt.
Báðar eiga þær það sameiginlegt að lifa í óvissu því þær geta ekki hent reiður
á fortíðinni og vitað nákvæmlega hvað gerðist. Auk þess geta þær ekki skorið
úr um hvar skilin liggja á milli trámaminninga og þeirra sem hugsanlega eru
falskar. óvissan kann að rugla lesanda í ríminu sem veit líklega ekki hverju
hann á að trúa en um leið getur hún aukið skilning hans á því hve mikið
ólíkindatól minnið er og hversu mikinn vafa það felur í sér.
Það er að vísu aukaatriði hvað gerðist nákvæmlega í fortíð systranna því
mestu máli skiptir að þær hafa rætt saman um tráma fortíðarinnar. Samtalið
gegnir veigamiklu hlutverki í bataferli þeirra beggja því þótt Saga sé sú hin
veika þá er það Jóhönnu einnig mikilvægt að fá tækifæri til að tjá sig um
áfallið og deila ótta sínum með öðrum. Saga veit að hún kemur aldrei til með
að muna allt úr fortíðinni en hún man sársaukann. Með því að viðurkenna
dauða Katrínar fyrir sjálfri sér og ræða um hann, tildrög hans og eftirköst
verður trámað hluti af sjálfsævisögulegu minni hennar. Þar með getur hún
betur skilið tilfinningarnar sem tengjast áfallinu og áhrif þeirra. Það er al-
gengt að eftirlifendur tráma finni fyrir sektarkennd og ótta.84 Eftir samtalið
við Jóhönnu rennur upp fyrir Sögu að hún hefur alla tíð kennt sjálfri sér um
dauðdaga Katrínar vegna þess að hún gat ekki bjargað henni. Sektarkenndin
hefur haft áhrif á sambandið við Berg því vegna hennar hefur Saga óttast að
sagan komi til með að endurtaka sig, annað barn í hennar umsjá muni láta
lífið sinni hún því ekki fullkomlega. Fyrir vikið hefur hún ofverndað Ívar og
engum treyst fyrir honum nema sjálfri sér. Ranghugmyndir Sögu um fortíð-
ina og hræðsla í nútíðinni kallast á við fyrrnefnd skrif Dori Laub um hvaða
áhrif það getur haft ef einstaklingur tekst ekki á við tráma fortíðarinnar og
ræðir það ekki við aðra.
Flogaköstin í upphafi bókar kippa fótunum undan Sögu. Þau neyða hana
til sjálfsskoðunar sem verður til þess að hún tekst loksins á við trámu for-
tíðarinnar og sleppir tökum á afneituninni og þögguninni sem hefur ein-
kennt allt hennar líf frá því að Katrín dó. Jákvæðu áhrifin láta ekki á sér
standa. Saga þarf ekki lengur að lifa í tveimur aðskildum heimum – heimi
84 Aphrodite Matsakis, „Trauma and It´s Impact on Families“, bls. 21.