Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 239
AuðuR AðAlSTEInSDóTTIR
238
svæði möguleika og annars konar tilveru en kapítalisma og yfirgangs manna
gegn umhverfi sínu og öðrum, sem eru reglulega gagnrýnd í bókum Gyrðis.47
Það felst mjög ákveðin vistpólitík í því að beina athyglinni að því að
við lifum öll og hrærumst milli trjánna; við erum hluti náttúrunnar, búum
þar innan um aðrar lífverur, bæði dýr og plöntur. nú fer fram vakning í
þeim efnum, samanber metsölubókina Das geheime Leben der Bäume (2015)
eftir Peter Wohlleben þar sem leitast er við að sýna fram á að tré skynji
áreiti, upplifi sársauka, séu félagsverur, stofni til vináttu, eigi í samskiptum
og myndi eins konar samfélög eða fjölskyldur. Hér að framan voru skrif
Gyrðis sett í samhengi við birtingarmyndir Græna mannsins og kenningar
um táknrænt hlutverk hans. Varner telur að Græni maðurinn skjóti upp koll-
inum þegar Jörðin er undir álagi, og að slæmt ástand náttúrunnar af manna-
völdum hafi nú endurvakið þörfina fyrir Græna manninn.48 undanfarinn
áratug hefur skáldskapur með vistpólitískan undirtón orðið meira áberandi.
Eins og atómsprengjan á kaldastríðsárunum vofir loftslagsbreytingaógnin
yfir og liggur þungt á rithöfundum sem öðrum. „Ég man hvað ég óttaðist
kjarnorkuvetur […] Ég hef aldrei óttast neitt jafnmikið og hann. En nú er
víst ástæða til að óttast eilíft sumar, jafnvel hér“, segir rithöfundurinn í Suð-
urglugganum (35). Skáldskapurinn verður þá, beint og óbeint, leit að annars
konar leið til að lifa.49
Gyrðir hefur lengi verið vistpólitískur, ekki síst í ljóðum sínum, en ádeila
hans hefur oft beinst að ofbeldinu sem við beitum önnur dýr. „Haustljóð“
frá 2009 kallast til dæmis á við ljóðið „Vor“ frá 1992:
áratug. Þau koma fram í Sandárbókinni og verða svo nafn á bæði smásögu og smá-
sagnasafni.
47 Dæmi um ádeilu á yfirgang kapítalismans gegn náttúru og list má meðal annars
finna í skýringu málarans á því hvers vegna listmálarar „geta hvergi fallið inn í“ í
samfélaginu: „Að flytja hug sinn yfir á myndflöt er einfaldlega ekki tekið gilt nema
upp að vissu marki, og eru kannski eðlileg viðbrögð samfélags sem stefnir ljóst og
leynt að efnislegri velgengni. Ekki svo langt hér uppfrá, nær eldfjallinu, er straum-
þungt jökulfljótið beislað í þágu þessa samfélags, vatnsflaumnum breytt í raforku og
fjármuni. Sennilega væri heiðarlegast fyrir okkur mannfólkið að viðurkenna hvað
við erum óheiðarleg.“ (Sb. 79)
48 Gary R. Varner, The Mythic Forest, the Green Man and the Spirit of Nature, bls. 85–89.
49 Dæmi um skáldskap sem beinlínis er settur upp sem slík leit er bókin Jarðnæði (2011)
eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur.