Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 50
KRISHNaMURTI OG ÞóRBERGUR
49
fer einnig sjálfur að skrifa og þýða. Hann skrifar meðal annars greinina „Ljós
úr austri“ árið 1919 og birtir í Eimreiðinni en hún fjallar um jógaiðkun hans
sjálfs.16 Um svipað leyti þýðir hann tvær bækur um jóga; Yoga og gildi þess
fyrir Evrópu17 eftir danska rithöfundinn og listmálarann Johannes Hohlen-
berg og Starfsrækt = karma yoga,18 safn fyrirlestra um karma jóga eftir ind-
verska heimspekinginn Swami Vivekananda. Þá fyrri þýðir Þórbergur ásamt
Ingimari Jónssyni en þá seinni ásamt Jóni Thoroddsen.
Árið 1921 er Þórbergur hluti af sendinefnd íslensku guðspekihreyfingar-
innar sem fer á alþjóðaráðstefnu guðspekinga í London og París. Þar sér
hann í fyrsta sinn hinn unga Krishnamurti, sem var fjórum árum síðar út-
nefndur sem mannkynsfræðarinn endurborinn þótt hann hafi reyndar ekki
verið lengi að afneita þeim titli. Hann hélt þó áfram að halda fyrirlestra og
Þórbergur gerði sér sérstaka ferð til Ommen í Hollandi árið 1931 til að
hlýða á fyrirlestra hans og pantaði þá meira að segja fund með honum.19
Þórbergur gerir vel grein fyrir kynnum sínum af Krishnamurti, en einnig
sögu hans og kenningum, í Meisturum og lærisveinum. aðra samantekt er
að finna í styttra máli í „atómpistli til Kristins“ sem prentaður er aftan við
endurútgáfu Bréfs til Láru árið 1950 og í „Opnu bréfi til Kristins andrés-
sonar“ í Tímariti Máls og menningar árið 1970.
Krishnamurti á íslensku
Árið 1911 fóru þáverandi forsprakkar Guðspekihreyfingarinnar, annie
Besant og C.W. Leadbeater að boða komu hins nýja mannkynsfræðara.
Stofnaður var alþjóðlegur félagsskapur í kringum komu hans, sem kallaður
var Stjarnan í austri. Árið 1925 var það svo gert heyrinkunnugt sem áður
hafði verið pískrað um, að indverskur fóstursonur annie Besant, Jiddu Kris-
hnamurti, væri þessi nýi mannkynsfræðari. Það fór þó á annan hátt en guð-
spekingar höfðu vænst, Krishnamurti leysti upp Stjörnufélagið árið 1929
16 Þórbergur Þórðarson, „Ljós úr austri“, Eimreiðin 25: 3/1919, bls 150–160.
17 Johannes Hohlenberg, Yoga og gildi þess fyrir Evrópu, þýðendur Þórbergur Þórðarson
og Ingimar Jónsson, Reykjavík: Bókaverzlun Ársæls Árnasonar, 1920.
18 Swami Vivekananda, Starfsrækt = karma-yoga. Átta fyrirlestrar, þýðendur Þórbergur
Þórðarson og Jón Thoroddsen, Reykjavík: [útgefanda ekki getið], 1926. Bókina
þýddu þeir sex árum áður en hún kom út á íslensku, samanber Þórbergur Þórðarson,
„Merkileg bók“, Alþýðublaðið, 19. desember 1926, bls. 5.
19 Í „Endurfæðingarkrónikunni“ segir Þórbergur að árið 1931 hafi hann öðlast réttan
skilning á lífinu, sem gæti ef til vill tengst þessari ferð. Sjá Stefán Einarsson, Þór-
bergur Þórðarson fræðimaður – spámaður – skáld, fimmtugur bls. 8.