Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 65
ÁLfDÍS ÞORLEIfSDóTTIR
64
Í Meisturum og lærisveinum spyr Þórbergur beint út hvað það sé að öðlast
lausnina? Og svarar því jafnóðum á þá leið að með því eigi hann við lausnina
frá ég-vitundinni, en hann segir að allar takmarkanir mannsins stafi af þeirri
vitund, en þær séu: „eigingirnin, óttinn, með öllum þeirra hræðilegu afleið-
ingum“.80 En með því að leysa upp ég-ið verði maðurinn „alfrjáls, vanda-
málin einföld, lífið óbrotið, allt k[omi] eins og af sjálfu sér“.81 Leiðin að
lausninni sé „að hafa sívakandi huga og beita skynsemi [s]inni, [s]inni eigin
skynsemi, ekki skynsemi annarra.“82 Það geti enginn annar hjálpað manni.
Á öðrum stað í Meisturum og lærisveinum lýsir Þórbergur nánar „því ástandi
sem Krishnamurti kallar lausnina“:
að helga sig allan augnablikinu sem er að líða, óskiptan og einlæg-
an, þá leysist sú tilfinning hans smám saman upp, uns hún hverfur
með öllu og eftir verður að eins hinn hreini maður. Upp frá því
augnabliki verður maðurinn alsæll, alóeigingjarn og öll viðfangs-
efni verða einföld og óbrotin og lífið einfalt og óbrotið.83
Þórbergur segir að við flest upplifum að ganga óskipt til verks á einstaka
augnablikum.
En þess á milli erum við margdreifðir milli endurminninga, sjónar-
miða, kringumstæðna, ókomna tímans, sem fipar alla starfsemi
vora. En þegar vér höfum losnað við ég-tilfinninguna og lífið birt-
ist oss eins og óskipt heild, þá verður hvert augnablik í lífi okkar
óskipt einbeiting að því sem við fáumst við í það og það skiptið,
hvort sem það er líkamlegt verk, andlegt, vinna, skemmtigaman
eða hugsun.84
Þannig má lesa þá upplifun sem Þórbergur lýsir í upphafi Íslenzks aðals um
það hvernig hann fær andann yfir sig og semur kvæðið „Nótt“ þegar hann er
á leið heim til sín að kvöldlagi og hallar sér upp að símastaur og horfir upp
á stjörnurnar:
Ég hafði ekki lengi hvílt hugann við þetta leiftrandi geislaspil hinna
hljóðu himinbúa, þegar ég varð eins og frá mér numinn af hrifn-
80 Þórbergur Þórðarson, Meistarar og lærisveinar, bls. 126.
81 Sama rit, bls. 126.
82 Sama rit, bls. 126.
83 Sama rit, bls. 138.
84 Sama rit, bls. 139.