Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 60
KRISHNaMURTI OG ÞóRBERGUR
59
Þegar innri röddin er orðin nægilega sterk, og þjer hlýðnist henni,
þegar þjer eruð orðnir eitt með þessari rödd, sem er ávöxtur sam-
ansafnaðrar reynslu, þá eruð þjer orðnir að guðum. Því að enginn
ytri guð er til, heldur einungis sá guð sem fullkomnast fyrir eigin
reynslu yðar. [...]
allra mikilvægasta hlutverkið er því það, að afhjúpa þennan
guð, sem býr hið innra með hverjum manni. Tilgangur lífsins er
sá, að vekja hinn blundandi guð, að glæða neistann, sem fólginn er
í sjerhverjum af oss, svo að hann verði að loga, og sameinist hinu
eilífa báli alheimsins.64
Það er því ekki fjarri lagi að líta á hinn ópersónulega í Íslenzkum aðli sem
Ástvininn, eða hinn innri guð, ekki síst ef litið er til þess hver lausnin er sam-
kvæmt rödd hans þessa kvöldstund á Hvammstanga: „Og þegar þér hafið
skilið þetta, þá hefjast hinir kvalaþrungnu tímar sjálfslausnarinnar, sem leiðir
yður til mín, sem er uppljómun og eilíft frelsi.“65
Hinn ungi Þórbergur er samt sem áður ekki tilbúinn að skilja boðskap
raddar hins ópersónulega og það kemur fram í lokaorðum hennar þegar hún
segir að Þórbergur heyri einungis með eyrunum og hugsi með heilanum og
þar af leiðandi muni hann ekki skilja boðskap sinn, sem er raunin: Þórbergur
stendur upp og heldur áfram að hlakka til haustdaganna þegar hann muni
hitta Elskuna sína aftur.
Svipuð fyrirbrigði og rödd hins ópersónulega koma fram í ýmsum öðrum
ritum Þórbergs. Í Ofvitanum virðist það vera eitthvað afl innra með Þórbergi
sem er æðra persónu hans sjálfs en þar er því lýst á eftirfarandi hátt:
Með lífsreglunum og undangenginni innskoðun hafði ég vakið upp
úr djúpum sálar minnar nýja persónu, einhvern óþekktan N.N.,
sem virtist gefa nánar gætur að hverri minni hræringu og hugrenn-
ingu. Þegar hjarta mitt sló í takt við lífæð himinsins, var ég vanur
að kalla hann minn æðra mann. En þegar tækifæri þessa heims
64 Krishnamurti, „Ræða flutt í París“, bls. 17. Á öðrum stað ræðir Krishnamurti einnig
um þennan innri guð en hann segir: „Guðdómleg regla fæst einungis með því að
leysa lífið úr fjötrum, en ekki með því að hlýða boðum annara eða með því að lúta
erfikenningum og valdboði. Þegar þér fáið leyst hið guðdómlega líf úr læðingi og
fullkomnað það, verðið þér sjálfir guðir. Ég á ekki við hina venjulegu guðshugmynd,
ég á við þann guð, sem býr í hverjum einstaklingi og sá guð fær einungis opinberast
í fyllingu lífsins. Með öðrum orðum, það er enginn guð til annar en sá, sem birtist
í hreinum og fullkomnum manni.“ Krishnamurti, „afturelding“. Skuggsjá 1/1930,
bls. 5–9, hér bls. 6.
65 Þórbergur Þórðarson, Íslenzkur aðall, bls. 60.