Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 149
GUðRÚn STEInÞóRSDóTTIR
148
er síðan staðfest enn frekar með lýsingu á óbærilegum verkjum: „Þetta er
svo djöfullega sárt. Stingur ristir sundur höfuðið. Ég verð að hætta að hugsa
svona. Hætta því! núna! Höfuðið er að springa, þrýstingurinn hræðilegur.
Ég er að deyja“ (33). Sársaukinn sem Saga finnur fyrir er sá hinn sami og
hugsunin um myglusveppinn kallaði fram – í báðum tilvikum er um sting í
höfði að ræða – en því má ætla að óttinn um Ívar tengist myglusveppnum en
einskorðist ekki við almenna hræðslu foreldris um að barn kunni ekki allar
umferðarreglur til hlítar. Þau tengsl eru síðan staðfest tveimur köflum síðar
þegar Jóhanna, systir Sögu, rifjar upp alvarleg veikindi Ívars og að hún hafi
vonað að þau stöfuðu af myglusveppnum í íbúðinni sem Saga og Bergur
bjuggu í. Þá verður fyrst ljóst að Saga man ekki eftir veikindum Ívars en orð
systur hennar ýfa upp hjá henni brotakennd leiftur tengd tilfinningum og
stökum ímyndum:
Skelfingin frystir hverja frumu í líkama mínum. (65)
Hvert orð hljómar eins og slitur úr gleymdum draumi; það hreyfir
við minningunum svo óljósum svipmyndum bregður fyrir, surg í
Ívari í myrkri um nótt. Er þetta einhver bíómynd sem ég á að hafa
séð? (66)
Mig langaði að vita meira, miklu meira, um þennan hroða í Ívari.
Mig rámar aðeins óljóst í að hafa farið með hann á barnaspítalann,
man samt eftir því að hafa staðið yfir honum þar sem hann lá á
bekk með undarlegt tæki fyrir vitunum og andaði að sér einhverju
sem minnir mig á ískristalla, við minningarleiftrið þyngist höfuðið
eins og svampur í slýtjörn. Mér sortnar fyrir augum, óttinn blindar
mig. […]
Ég reyni að sjá atburðina fyrir mér og það verður til þess að
ég anda sjálf að mér ískristöllum, líkaminn hafnar myndinni, þessi
mynd á ekki heima í höfðinu á mér, þrumar hjartað og brýst um
eins og niðurreyrður fangi. Ég reyni að ná valdi á andardrættinum,
tekst það ekki fyrr en myndin fjarar út. (75)
Saga veit að hún á að muna eftir veikindum Ívars og þorir þess vegna ekki
að viðurkenna minnisleysið fyrir systur sinni. Leiftrin sem vakna eiga það
sameiginlegt að tengjast ákveðinni skynjun; tilfinningu, hreyfingu og ímynd;
Þórbergur Þórðarson, Ólíkar persónur. Fyrstu ritverk í óbundnu máli 1912–1926,
Reykjavík: Ljóðhús, 1976, bls. 203–212, hér einkum bls. 211–212.