Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 9

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 9
INNGANGUR 8 á þeim skellur og miðla því sem valið er áfram til lesenda. Það er von okkar að heftið verði framlag til umræðu um íslenskar nútímabókmenntir og þær breytingar sem hafa átt sér stað á milli árþúsunda. Greinarnar þrjár í þessu hefti sem fjalla um höfunda sem stunda skriftir á nýrri öld sækja meðal ann- ars til nýlegra rannsókna í læknavísindum; fjalla um það hvernig fortíðin er vettvangur til að takast á við samtímann og hugmyndir um sjálfsmynd lista- mannsins á mannöld í ljósi vistrýni. Skáldsagan Stóri skjálfti eftir Auði Jónsdóttur er viðfangsefni Guðrúnar Steinþórsdóttur. Sú frásögn fjallar um Sögu sem á við minnisleysi að stríða í kjölfar flogakasta. Guðrún ræðir um upplifun og reynslu persónunnar með tilliti til veikinda hennar og kannar meðal annars hvernig flogaveiki er lýst í sögunni, hvaða líkingar eru jafnan viðhafðar um flog og hver áhrif þeirra geta verið. Guðrún leggur þó megináherslu á að ræða um óáreiðanleika minnisins og skoðar í þeim tilgangi hvaða aðferðum Saga og aðrar persónur Stóra skjálfta beita til að rifja upp fortíðina og hvernig þær geta minnst sama atburðar á ólíkan hátt. Þá gefur hún tengslum minnis og tráma sérstakan gaum en með dæmum úr bók Auðar dregur hún fram hvernig minningar um erfiða reynslu eru gjarnan ólíkar öðrum minningum. Rithöfundurinn Bergsveinn Birgisson hefur átt góðu láni að fagna en höfundarferill hans allt frá árinu 1992 til 2010 er til umfjöllunar í grein Kjartans Más Ómarssonar doktorsnema í almennri bókmenntafræði. Á tæpum áratug sendi Bergsveinn frá sér skáldsögurnar Landslag er aldrei asna- legt (2003), Handbók um hugarfar kúa (2009) og Svar við bréfi Helgu (2010). Kjartan Már kannar þessar sögur sérstaklega í því skyni að draga fram þau höfundareinkenni sem segja má að setji mark sitt á skrif Bergsveins á út- gáfuárum þessara bóka. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að á milli verkanna þriggja liggi þráður sem spunninn er úr skáldlegri notkun á tungumáli, um- fjöllun um brostnar fjölskyldur, þunglyndi og einangrun og gagnrýnni sýn á íslensk þjóðmál. Ana Stanićević veltir fyrir sér bókaútgáfu á tímum loftslagsbreytinga og spyr hvort enn sé rúm fyrir bókmenntir í sömu mynd og fyrr. Hún lítur til starfsemi örforlaga á Norðurlöndum sem hún segir að séu ein athyglis- verðasta birtingarmynd nýrrar umhverfisorðræðu í ljósi breyttra viðhorfa til bókmennta, útgáfunnar og sjálfrar bókarinnar. Þau leggi áherslu á bókverkið og fagurfræði og tilraunir í kynningu og dreifingu, svo sem að gefa tiltekin verk út í takmörkuðu upplagi og að tengja gjörninga útgáfunni. Ana sýnir fram á að útgáfustarf örforlaganna einkennist af aukinni vistvitund og val- sældarhyggju (e. alternative hedonism) sem hún tengir gagnrýni á kapítalisma.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.