Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 119
EügEnO LAnTI
118
5. að kynna og styðja eins vel og hægt er við sköpun bókmennta
(þýðinga jafnt sem frumsaminna verka) sem spegla hugsjónir
félagsins.1
Frá upphafi miðaðist félagaskráning við einstaklinga en ekki pólitísk fé-
lög einstakra landa. Hugsjón félagsins var að mannkyn allt byggði smám
saman eina þjóðlausa veröld þar sem allir nytu sama réttar. Vegna þessa var
mikilvægt að hlutlaus tunga yrði samskiptamál alls heimsins en ekki einhver
tunga stórveldanna sem veitti því ríki, sem ætti hana að móðurmáli, einstök
forréttindi og ýtti áfram undir úlfúð og baráttu milli þjóða. Þá myndi hlut-
laust mál ekki ógna menningu og tungumálum annarra þar sem það væri
eign allra en menn héldu vitaskuld áfram að tala sitt móðurmál á sínu mál-
svæði. Að þessu leyti má segja að hlutlaus alþjóðatunga, sem ekki er móður-
mál neinnar þjóðar, stuðli einnig að því að varðveita þjóðtungurnar og gefi
öllum þjóðum þannig kost á að auðga heimsmenninguna þótt landamæri
þjóðríkjanna þurrkuðust líklega smám saman út.
Þórbergur Þórðarson gekk í Þjóðleysingjafélagið árið 1926 og var fyrsti
Íslendingurinn sem það gerði. Rússneskir esperantistar voru þá orðnir margir
í félaginu þótt enginn Rússi ætti þátt í stofnun þess. Sovétríkin voru þá eina
kommúnistíska ríkið í veröldinni og fóru hugsjónir margra þeirra, einkum
þó rússneskra esperantista, saman við hugsjónir þjóðleysingja. Stjórnendur
esperantohreyfingarinnar í Sovétríkjunum löguðu sig þó smám saman að
hugmyndum Stalíns um kommúnismann, þar á meðal Ernest Drezen, for-
seti Sovéska esperantosambandsins (Sovetlanda Esperantista Unuiĝo eða
SEU), sem lagði mikið upp úr því að færa stefnu Þjóðleysingjafélagsins að
stefnu Sovétríkjanna og breiða þar með þeirra stefnu út meðal þjóðleysingja
um alla heimsbyggðina. Þetta leiddi að lokum til þess að á Þjóðleysingja-
þinginu í Amsterdam 1931 varð eins konar klofningur í félaginu og harð-
línukommúnistar sögðu sig úr því í hrönnum. Þórbergur var staddur á þessu
þingi og lýsir þessum atburði svo í bréfi til Erlendar í Unuhúsi frá Arnheim
22. ágúst 1931:
Frá Ommen hélt ég á SAT-þingið í Amsterdam. Þar var ég viku.
Þingið logaði í harðvítugum deilum milli róttækustu kommúnista
og hinna. Dvöl hinna róttækustu á þinginu endaði með því, að tveir
forkólfar þeirra ruku upp á stóla í fundarsalnum og öskruðu fram
runu af ókvæðisorðum á meðan múgurinn pípti og stappaði niður
1 Sjá „Sennacieca Asocio Tutmonda“,Vikipedio, sótt 14 apríl 2019 af https://
eo.wikipedia.org/wiki/Sennacieca_Asocio_Tutmonda.