Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 132
„MInnIð ER GATASIGTI“
131
inn. Honum sem henti sér á hana þegar síst skyldi. Fleygði henni
kylliflatri á jörðina, hvar sem var, hvenær sem var; meðvitundar-
lausri meðan hann nauðgaði henni svo hún froðufelldi og meig eða
skeit á sig, engdist um í fýlunni af sjálfri sér.
Hún þráði að ná stjórninni, ráða eigin líkama, eigin lífi; stjórna
öllu gangverki heimsins ef þess þyrfti með. (178–179)
Líkinganotkun Sögu dregur vel fram óttann og valdaleysið sem hún finnur
fyrir vegna floganna. Hún þráir að vera við stjórnvölinn og ráða yfir eigin
líkama en í sögunni kemur fram að sem unglingur hafi hún logið að lækn-
inum sínum að hún drykki ekki áfengi til að hann stækkaði lyfjaskammtinn
hennar „eftir hvern krampa sem hafði brotist út eftir næturlangt sukk“ (179).
Með því að stjórna eigin lyfjagjöf telur Saga sér trú um að hún hafi valdið
en ekki árásarmaðurinn. Staðreyndin er þó sú að hún er aldrei óhult; flogin
gera ekki boð á undan sér svo hræðslan við ógnina er stöðug.
Í orðræðu um veikindi og sársauka er þekkt að fólk nýti sér árásarmynd-
mál því það talar gjarnan um sjúkdóma og veikindi sem orrustu eða stríð þar
sem sjúklingar berjast upp á líf og dauða. Í ljósi þess er til dæmis hugsað um
lækna sem herstjóra, tækni sem vopn og líkama sjúklings sem orrustuvöll.
Með slíkum líkingum er lögð áhersla á alvarleika veikindanna og sársaukans
um leið og þær fela í sér hræðsluna og skelfinguna sem sjúklingar upplifa
gjarnan.17 Þótt árásarmyndmál sé í brennidepli í lýsingum Sögu á reynslu
sinni af flogaköstum hér að framan er það að sínu leyti óhefðbundið því
tengingar við stríð og hermennsku eru ekki augljósar þar sem árásarmaður-
inn er nauðgari.18 Líkinganotkun Sögu kann að markast af samfélagslegum
áhrifum sem líklegt er að höfundur bókarinnar hafi orðið fyrir.19 Á Íslandi
eru stríð blessunarlega ekki daglegur veruleiki en meira máli skiptir að hér
er kvenkyns persóna sem talar en kynferðislegar árásir á konur hafa verið
meiri en á karlana.20 Eins og lýsing Sögu vitnar um er upplifun hennar af
17 Stephen Loftus, „Pain and its Metaphors. A Dialogical Approach“, bls. 217; Bergljót
Soffía Kristjánsdóttir og Guðrún Steinþórsdóttir, „„Hvað var sett í kássuna?“ eða
um blöndun, líkingar og fleira“, Læknablaðið 102/2016, bls. 358–361.
18 Í stríðum er nauðganir algengar og því gjarnan stór þáttur í upplifun kvenna af þeim.
Alla jafna fer þó lítið fyrir nauðgunarlíkingum í umræðu um veikindi og reynslu af
þeim en meiri áhersla er lögð á líkingar sem snúa að hernaði, vopnum og umráði yfir
landssvæði.
19 Sjá umfjöllun George Lakoff og Mark Johnson um samfélagslega markaðar líkingar;
George Lakoff og Mark Johnson, Metaphors We Live By, bls. 4–5.
20 Stóri skjálfti gerist í Reykjavík í nútímanum. Þar sem söguheiminum svipar mjög
til þeirrar Reykjavíkur sem við þekkjum úr hinum raunverulega heimi er hér