Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 164
HaNS æR OG KýR
163
nema í aðkrepptum dálkatittlingum dagblaða eða augnabliks innskotum
Kiljunnar.6 Sökum þess og þeirrar kennisetningar að óvinnandi sé að meta
hvað vaki fyrir höfundi án þess að þekkja nokkuð forsögu hans og þroska
– þar sem viðfangsefni hans séu óhjákvæmilega sögulega skilyrt og tilfinn-
ingaleg afstaða hans liggi fyrir áður en skrifin hefjast – er gagnlegt að fara
stuttlega yfir feril Bergsveins áður en lengra er haldið.7
Fimm árum eftir eldskírn sína inn í íslenskt bókmenntalíf sendi Berg-
sveinn frá sér aðra ljóðabók sem kallaðist Innrás liljanna og féll hún í nokkuð
frjórri jarðvegi en sú fyrri.8 Þá birtust ljóð eftir Bergsvein í Bók í mannhafið
(láttu hana ganga) sem kom út árið 2000 í ritstjórn andra Snæs Magnasonar
og ári síðar kom út hjá Máli og menningu bókin ljóð ungra skálda að fyrir-
mynd samnefnds safns frá árinu 1954. Í inngangi nýrri útgáfunnar talar rit-
stjóri um að bókinni sé ætla að „draga upp heiðarlega svipmynd af ljóðagerð
yngstu kynslóðar íslenskra skálda“ og þar má finna fimm áður óbirt ljóð eftir
Bergsvein, sem var einn þeirra fimmtán skálda sem stefnt var saman.9
Þrátt fyrir að rekja megi útgáfuferil Bergsveins aftur til ársins 1992 er það
ekki fyrr en með tilkomu fyrstu skáldsögu hans Landslag er aldrei asnalegt að
nafni hans fór að bregða fyrir í náttborðsstöflum hins almenna lesanda, en
hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þeirri bók fylgdi hann
eftir með „skáldfræðisögunni“ Handbók um hugarfar kúa sem kom út á þjóð-
6 Gauti Kristmannsson, „Bergsveinn Birgisson. Landslag er aldrei asnalegt“, Viðbrögð
úr Víðsjá, bls. 48–53; Fríða Björk Ingvarsdóttir, „Örlagaríkt ástleysi“, Tímarit Máls
og menningar 4/2011, bls. 118–126; Þorgeir Tryggvason, „Skrifað við skorður“,
Tímarit Máls og menningar 1/2016, bls. 130–135; Einar Már Jónsson, „Með teikni-
bólum og þolinmæði (og umtalsverðu ímyndunarafli líka)“, Tímarit Máls og menn-
ingar 2/2017, bls. 140–145.
7 George Orwell, Stjórnmál og bókmenntir, þýðandi Uggi Jónsson, Reykjavík: Hið ís-
lenska bókmenntafélag, 2009, bls. 59–60.
8 Hrafn a. Harðarson bókasafnsfræðingur og rithöfundur sagði meðal annars Innrás
liljanna eina bestu ljóðabók síðari ára og jákvæðir dómar birtust í Morgunblaðinu og
DV. NN, „Bókin á náttborðinu“, Bókasafnið 1/1998, bls. 70–74, hér bls. 71; Geir-
laugur Magnússon, „Blýlynd“, DV, 17. desember 1997, bls. 16; Skafti Þ. Halldórs-
son, „Sendill án pitsu“, Morgunblaðið, 16. desember 1997, bls. B3.
9 Sölvi Björn Sigurðsson (ritstjóri), ljóð ungra skálda, Reykjavík: Mál og menning,
2001, bls. 9. Til gamans má geta að í formála skrifar Sölvi Björn: „Sumir hafa nefnt
að ljóðagerð sé nú á dögum aðeins aukabúgrein líkt og kýr eða kartöflur“ (bls. 7).
Þar mætti segja að Sölvi hafi hitt naglann á höfuðið því átta árum síðar kemur út
bók Bergsveins Handbók um hugarfar kúa og tveimur árum enn síðar kemur út bók
Sölva Dálítill leiðarvísir um heldri manna eldunaraðferð og gestakomur í Sauðlauksdal:
eður hvernig skal sína þjóð reisa úr öskustó. Þar munu sem sagt vera tvö skáld sem skrifa
um „kýr eða kartöflur“.