Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 23
STeFÁN ÁGÚSTSSON
22
Guðspekin umdeild
Guðspekihreyfingin hefur í gegnum tíðina ekki farið varhluta af gagn-
rýni. Margt í kenningum hennar og aðferðafræði hefur ekki þótt standast
skoðun. Bókmenntfræðingurinn Richard Michael Caputo bendir til dæmis
á hversu óljós meginmarkmið félagsins séu og jafnvel í mótsögn innbyrðis.
Hann spyr hvort sá sem ekki trúir á tilvist yfirskilvitlegra afla geti átt samleið
með guðspek ingum eins og fyrsta greinin gerir í raun ráð fyrir. Hann nefnir
jafnframt að sú hlut lægni, sem felst í öllum markmiðum hreyfingarinnar, sé
ómöguleg. Sá sem hafi gengist við tilvist einhvers konar æðri veruleika geti
ekki staðið fyrir hlutlægni. Þar að auki segir hann að grundvallarrit guð-
spekinnar séu full af staðreyndavillum, tilvitnanir standist ekki skoðun og
sumt sé hreinn og klár skáldskapur. Caputo fullyrðir að ekki hafi verið litið á
verk Blavatsky sem skáldskap þegar þau komu fyrst út, heldur hafi fylgjendur
hennar tekið þeim sem heilögum sannleika.48
Afhjúpun á grundvallarritum guðspekinnar á sinn þátt í dvínandi vin-
sældum hennar þegar fram í sækir en af umfjöllun Caputo má ráða að staða
hennar hafi verið nokkuð sterk upp úr aldamótunum 1900. Ýmsar skýringar
kunnu að vera á þeirri sterku stöðu en hafa verður í huga það andrúms-
loft glundroða sem einkenndi þær miklu breytingar sem urðu á heims-
mynd Vesturlandabúa á fyrstu áratugum nýrrar aldar. Á þeim tíma komu
fram kenn ingar sem kollvörpuðu heimssýn manna, eins og hin takmark-
aða afstæðis kenning sem kemur fyrst fram árið 1905 og er nánar útfærð
1917.49 eins sjálfsögð og kenning einsteins er í heimsmynd nútímamannsins
var hún ekki samþykkt af samfélaginu umsvifa- og gagnrýnislaust. Það tók
nokkurn tíma þar til hún öðlaðist sess í öndvegi og á meðan voru til skoðun-
ar þau grundvallaratriði í heimsmyndinni sem hún kollvarpar og skáld jafnt
sem fræðimenn, leituðu fanga víða til þess að raða saman heillegri mynd af
heiminum og þróun hans. Á þetta bendir Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og
telur að fræðimenn hafi verið ósam mála um stöðu guðspekinnar í upphafi
tuttugustu aldar.50 Sumir telji hana ekki vera hluta af meginstraumnum á
meðan aðrir álíti hana ekki hafa verið eins langt úti á jaðr i num og ætla mætti.
Benedikt Hjartarson nefnir jafnframt, í umfjöllun sinni um dulspeki
Helga Pjeturss, að gera verði ráð fyrir því að sumt sem í dag rúmast engan
48 Richard Michael Caputo, Spiritualism, Science and Suspense, bls. 5.
49 Magnús Magnússon, „Inngangur“, Afstæðiskenningin, þýð. Þorsteinn Halldórsson,
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 2011, bls. 9–35, hér bls. 22–30.
50 Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „að predika dýraverndun fyrir soltnum hýenum“, bls.
10.