Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 85
AðAlSTEINN EYÞóRSSON OG BERGljóT SOFFÍA KRISTjáNSDóTTIR
84
fræðingur sem Þórbergur vitnaði stundum til var Daninn Otto jespersen sem
lengst af var prófessor í ensku við Hafnarháskóla. jespersen var esperantisti
um skeið en gerðist síðar handgenginn Ido, öðru planmáli, sprottnu af esper-
anto, og setti loks saman sitt eigið mál, Novial, sem náði þó ekki útbreiðslu.
Ýmislegt bendir til þess að Þórbergur hafi haft mætur á jespersen og
málfræðihugmyndum hans. Hann átti rit eftir jespersen og í Alþjóðamálum
og málleysum getur hann þess að hafa átt í bréfaskriftum við hann – þrátt fyrir
að jespersen hafi verið eins konar „svikari“ við málstað esperanto.22 Í bók
jespersens, Mankind, Nation and Individual from a Linguistic Point of View,23
sem stundum er talin meðal þeirra rita sem marka upphaf félagslegra mál-
vísinda, leggur hann mikla áherslu á hlutverk einstaklingsins, hvers einstaks
málnotanda, í þróun tungumála. Hann andæfir kröftuglega hverskonar hug-
myndum um sameiginlegan þjóðaranda eða -vitund sem ráði úrslitum um
málþróun án þess að einstaklingar geti rönd við reist. jespersen setur meira
að segja ofan í við sjálfan Ferdinand de Saussure fyrir að vera of hallur undir
slíkar hugmyndir í einstrengingslegri aðgreiningu sinni milli málbeitingar
(fr. parole) og málkerfis (fr. langue). jespersen gerir allítarlega grein fyrir
meginatriðum í kenningum Saussures en segir síðan:
Í aðgreiningunni á milli ,málbeitingar‘ og ,málkerfis‘ sé ég ekkert
annað en nokkurs konar afbrigði af kenningunni um ,þjóðarhuga‘
eða ,huga fjöldans‘ eða ,hjarðhuga‘ sem myndi andstæðu við huga
einstaklingsins og er settur skör hærra en hann, kenningu sem er
að finna í ritum ýmissa þýskra rannsakenda [...]24
jespersen bætir svo við að hugmyndir sem þessar séu af ámóta miklu viti og
að setja fram kenningu um almanna- eða þjóðmaga til að skýra þá staðreynd
að matvæli og ólyfjan hafa svipuð áhrif á alla. Hann heldur svo áfram:
22 Þórbergur Þórðarson, Alþjóðamál og málleysur, Reykjavík: Bókadeild Menningar-
sjóðs, 1933, bls. 45–46.
23 Otto jespersen, Mankind, Nation and Individual from a Linguistic Point of View, Oslo:
H. Aschehoug, 1925.
24 Otto jespersen, Mankind, Nation and Individual, bls. 17 (þýðing okkar, hér og annars
staðar í greininni ef þýðanda er ekki sérstaklega getið). á ensku: „In the distinction
drawn between ‘Speech’ and ‘language’, I can see nothing but a sort of transform-
ation of the theory of a ‘folk-mind’ or ‘collective mind’ or ‘herd-mind’, as opposed
to and exalted above the individual mind, a theory which is found in various German
investigators [...]“. Hér á jespersen væntanlega við þýska fræðimenn á borð við mál-
vísindamanninn Heymann Steinthal og sálfræðinginn Wilhelm Wundt sem stóðu
ásamt fleirum að tímaritinu Zeitschrift für Völkerpsychologie und Sprachwissenschaft og
aðhylltust báðir kenningar um almenn (einkum sálfræðileg) lögmál sem réðu þróun
tungumála.