Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 235
AuðuR AðAlSTEInSDóTTIR
234
viðurkenningu sem slíkur fyrr en eftir dauða sinn og telur gjarnan sjálfur
að verk sín séu misheppnuð. Mesta írónían felst því í þeirri staðreynd hvað
listamenn Gyrðis skilja lítið eftir sig þrátt fyrir að helga sig listinni; málarinn
í Sandárbókinni rífur sundur verk sín, orð rithöfundarins í Suðurglugganum
sjást ekki á blaðsíðunum, tónsmiðurinn í Sorgarmarsinum gleymir jafnharðan
hendingum sem koma til hans, týnir minnisbókinni sem hann hripar niður í
og eyðir jafnvel verkum „einsog lítill reiður skapari sem fer hamförum í ver-
öldinni sem hann bjó til og hefur valdið honum vonbrigðum“ (Sm. 27). Þeir
virðast því hafa rétt fyrir sér varðandi það að verkin verði óséð, ólesin, ekki
heyrð. En sköpun þeirra felur ekki aðeins í sér að afsala sér lífinu sem býr í
tengingu við aðra, án endurgjaldsins í því fyrirheiti að nafn þeirra eða verk
lifi áfram; hún hafnar í raun hugmyndinni um listaverkið sem sjálfstæða
einingu þannig að tónsmiðnum finnst jafnvel orðið „verk“ „of hátíðlegt, of
fastmótað, fyrir það sem [hann] er að reyna að gera“ (Sm. 105).
Hér að framan var fjallað um vatn sem tákn sköpunarkrafts og bent á
að þótt málarinn horfi á hina háleitu jökulá úr fjarlægð heldur hann sig á
táknrænan hátt við litlu Sandána. Málarinn sér hvernig Sandáin sameinast
í fjarlægð jökulfljótinu og segir að þá sé „enn eftir langt ferðalag til sjávar“
(Sb. 87). Þar sameinast auðvitað bæði stórár og lækir í einn, fljótandi, sam-
loðandi massa og hér birtist sérstæður undirtónninn í fagurfræði þríleiksins;
einhvers konar von eða ósk um að allar þessar tilraunir til sköpunar geti
þrátt fyrir allt orðið framlag til allífshljómkviðunnar eða kannski bara „slakir
staðgenglar“ hennar, eins og tónskáldið segir (Sm. 65). listin verður svæði
þar sem allt rennur saman (einnig líf og dauði) og eins og trén, sem „halda
uppi himninum“,40 brúar hún bilið milli himins og jarðar. lestur málarans á
bréfum Van Goghs og sjálfsævisögu Chagalls gefur frekari vísbendingu um
þennan flöt þríleiksins.
Chagall „sem alltaf málaði fólk svífandi um á himni – fólk án jarðsam-
bands“ (Sb. 43), notaði bláan og gulan sem ríkjandi liti – ásamt smá rauðu – í
hina frægu Ameríkuglugga (1977) í Chicago-listasafninu. Gluggarnir eru
sex talsins og vísa meðal annars til ýmissa borga Bandaríkjanna en hver um
sig er einnig helgaður einni listgrein. Þessar listir eru tónlist, myndlist, bók-
menntir, arkitektúr, leiklist og dans. listamennirnir í þríleik Gyrðis helga
sig fyrstu þremur listgreinunum í þessari upptalningu og þegar málarinn
við Sandána pantar til sín liti eru það einmitt okkurgulur og azúrblár. Þessir
tveir litir hafa lengi haft táknræna merkingu. Okkur er unninn úr leir og
40 Gyrðir Elíasson, „Að hausti“, Nokkur almenn orð um kulnun sólar, Akranes: upp-
heimar, 2009, bls. 82.