Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 147
GUðRÚn STEInÞóRSDóTTIR
146
Ímyndunaraflið getur einnig haft áhrif á minningar einstaklings um
tráma þegar það er þaggað niður og ekki rætt, hvort sem viðkomandi kýs
það sjálfur eða getur ekki nálgast minningar um það. Dori Laub, sérfræð-
ingur í trámafræðum66, segir í skrifum um tráma, með hliðsjón af helfarar-
frásögnum, að þeir eftirlifendur helfararinnar sem kusu að þegja um reynslu
sína hafi orðið fórnarlömb brenglaðs minnis. Í þögninni hafi skapast enda-
lausar ranghugmyndir og sjálfsblekkingar um hvað gerðist í raun og veru en
því lengur sem viðkomandi þagði um reynslu sína því afbakaðri urðu hug-
myndir hans um hana. Í sumum tilvikum urðu minningarnar svo skakkar að
einstaklingurinn efaðist um að trámatísku atburðirnir hefðu í raun átt sér
stað.67 Þótt skrif Laub eigi við um eftirlifendur helfararinnar má yfirfæra þau
á aðra þolendur tráma og þær ranghugmyndir sem þeir kunna að þróa með
sér í kjölfar áfalls.68
Eins og fyrr var nefnt er allt minni Sögu afar brotakennt eftir flogaköstin
en henni reynist erfiðast að ná upp í vitundina minningum um trámatíska
reynslu. Sársaukinn sem hún finnur fyrir þegar hún reynir að rifja upp erf-
iðar minningar vitnar um að hún veit aðeins að eitthvað hræðilegt hefur
gerst í fortíðinni en ekki nákvæmlega hvað eða hvers vegna. Hún hefur sem-
sagt ekki frásagnarminni um atburðina. Minnið hjá Sögu er samt „eins og
laukur, við hvert lag sem er skrælt í burtu kemur nýtt í ljós“69 það er að segja
66 Geðlæknirinn og sálgreinirinn Dori Laub (1937–2018) var brautryðjandi í
trámarannsóknum en hann lagði sig einkum fram við að kanna tráma með hliðsjón
af helfararfrásögnum. Sjálfur lifði hann helförina af sem barn en á fullorðinsárum
tók hann yfir hundrað viðtöl við eftirlifendur helfararinnar. Hann skrifaði meðal
annars bókina Testimony. Crises of Witnessing in Literature, Psychoanalysis and History
(1991) í samvinnu við Shoshana Felman. Í skrifum um tráma lagði Laub áherslu á
mikilvægi þess að fólk fengi tækifæri til að tala um trámað sem það hefði upplifað
og að hlustað væri gaumgæfilega á það og reynsla þess viðurkennd. Samanber Dori
Laub, „Truth and Testimony. The Process and the Struggle“, Trauma. Explorations
in Memory, ritstjóri Cathy Caruth, Baltimore og London: The Jones Hopkins
University Press, 1995, bls. 61–75.
67 Dori Laub, „Truth and Testimony. The Process and the Struggle“, bls. 64.
68 Í sumum tilvikum kunna ranghugmyndirnar að verða svo ríkjandi að einstaklingur
kennir sjálfum sér um trámatíska atburðinn. Í þessu samhengi má til dæmis minnast
þeirra brotaþola nauðgana sem telja sig ábyrga fyrir glæpnum sem á þeim er
framinn. Samanber Rannveig Sigurvinsdóttir, „„Þú veist þú vilt það“. Skýringar á
kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum“, Ritið 3/2018, bls. 151–171, hér bls. 153.
69 Hér er vitnað beint til orða úr hugvekju eftir Auði Jónsdóttur sem fjallar um skrif
og minni; í réttu samhengi hljóma orðin svona: „Mig rámar í danska skáldkonu
sem minntist vinar síns sem hefur alltaf skrifað sjálfsævisögulega um barnæskuna
og man fyrir vikið meira en flestir eftir barnsárunum því minnið er eins og laukur,