Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 151
GUðRÚn STEInÞóRSDóTTIR
150
bælir upplýsingar og/eða minningar um erfiða reynslu er hann að sínu leyti
í stríði við sjálfan sig. Það tekur nefnilega ómælda orku að fela kjarnatilfinn-
ingar (e. core feelings) í sömu mund og það getur haft ýmis neikvæð áhrif á
líkamann og geðheilsuna. Þegar einstaklingur viðurkennir rót vandans getur
hann orðið meðvitaðri um að tiltekin vanlíðan og ákveðnar tilfinningar séu
afleiðingar áfallsins en fyrir vikið er hann betur í stakk búinn til að takast á
við trámað og láta sér líða betur.72
Þetta á vel við um Sögu því eftir því sem hún nær tökum á fleiri minn-
ingum um fyrri trámu og gefur sér tíma og rými til að hugsa um þau því
betur gengur henni að skilja sjálfa sig, hegðun sína og líðan auk þess sem
sársaukinn minnkar til muna. Tráma hefur sjaldnast aðeins áhrif á einstakl-
inginn sem fyrir því verður heldur snertir það einnig oftast þá sem næst
honum standa en í sumum tilvikum getur áfall eins rifjað upp áfall annars.73
Með tilliti til Sögu er ljóst að flogaköstin hafa ekki aðeins áhrif á hana sjálfa
heldur einnig á daglegt líf flestra fjölskyldumeðlima hennar og líðan þeirra.
Af þeim verður móðir hennar, Kristín, verst úti því veikindin ýfa upp minn-
ingar um annað fjölskylduáfall sem markvisst hefur verið þaggað niður.74
Lýsingar á útliti Kristínar og líkamsástandi gefa vísbendingar um van-
líðan hennar vegna veikinda Sögu: hún er „föl af áhyggjum og samankreppt“
(18), er með „[á]hyggjuhrukk[u] yfir íbjúgu nefinu“ (20) og [h]árinu [er]
72 Bessel A. van der Kolk, The Body Keeps the Score, bls. 233–234; Maria Ritter, „Silence
as the Voice of Trauma“, The American Journal of Psychoanalysis 74: 2/2014, bls. 176–
194, hér bls. 180; Rita Charon, Narrative Medicine, Oxford: Oxford University Press,
2006, bls. 65; Aphrodite Matsakis, „Trauma and It´s Impact on Families“, Handbook
of Stress, Trauma, and the Family, ritstjóri Don R. Catherall, new York og Hove:
Brunner–Routledge, 2004, bls. 15–32, hér bls. 21. Þetta kallast á við reynslu Dori
Laub af því að taka viðtöl við eftirlifendur helfararinnar. Í skrifum um þá og trámu
þeirra segir Laub að til að komast lífs af hafi það verið þolendunum nauðsynlegt að
fá tækifæri til að segja sögu sína til fulls. Þá bendir hann á að innra með hverjum
eftirlifanda búi þörf fyrir að segja frá reynslu sinni til þess að skilja sjálfan sig betur
og halda áfram með lífið. Hann nefnir engu að síður að til þess að það sé mögulegt
þurfi viðkomandi að gangast við draugum fortíðarinnar og ræða þá en ekki grafa þá
niður – það geti þó tekið áratugi. Dori Laub, „Truth and Testimony. The Process
and the Struggle“, bls. 63–64.
73 Aphrodite Matsakis, „Trauma and It´s Impact on Families“, bls. 15.
74 Katrín Jakobsdóttir hefur bent á að eitt af leiðarminnunum í verkum Auðar Jónsdóttur
eru samskipti dætra og mæðra með öllum þeim vandræðum sem þeim fylgja. Katrín
Jakobsdóttir, „Mömmur, ömmur, dætur. Hugleiðing um sköpun kvenna í sögum
Auðar Jónsdóttur“, Skírnir haust/2014, bls. 301–322, hér bls. 301. Þótt Stóri skjálfti
hafi komið út eftir að Katrín skrifaði sína grein á sagan það sameiginlegt með fyrri
verkum Auðar að fjallað er um flókin samskipti mæðra og dætra en þau eru þó ekki
sérstaklega til umfjöllunar í þessari grein.