Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 151

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 151
GUðRÚn STEInÞóRSDóTTIR 150 bælir upplýsingar og/eða minningar um erfiða reynslu er hann að sínu leyti í stríði við sjálfan sig. Það tekur nefnilega ómælda orku að fela kjarnatilfinn- ingar (e. core feelings) í sömu mund og það getur haft ýmis neikvæð áhrif á líkamann og geðheilsuna. Þegar einstaklingur viðurkennir rót vandans getur hann orðið meðvitaðri um að tiltekin vanlíðan og ákveðnar tilfinningar séu afleiðingar áfallsins en fyrir vikið er hann betur í stakk búinn til að takast á við trámað og láta sér líða betur.72 Þetta á vel við um Sögu því eftir því sem hún nær tökum á fleiri minn- ingum um fyrri trámu og gefur sér tíma og rými til að hugsa um þau því betur gengur henni að skilja sjálfa sig, hegðun sína og líðan auk þess sem sársaukinn minnkar til muna. Tráma hefur sjaldnast aðeins áhrif á einstakl- inginn sem fyrir því verður heldur snertir það einnig oftast þá sem næst honum standa en í sumum tilvikum getur áfall eins rifjað upp áfall annars.73 Með tilliti til Sögu er ljóst að flogaköstin hafa ekki aðeins áhrif á hana sjálfa heldur einnig á daglegt líf flestra fjölskyldumeðlima hennar og líðan þeirra. Af þeim verður móðir hennar, Kristín, verst úti því veikindin ýfa upp minn- ingar um annað fjölskylduáfall sem markvisst hefur verið þaggað niður.74 Lýsingar á útliti Kristínar og líkamsástandi gefa vísbendingar um van- líðan hennar vegna veikinda Sögu: hún er „föl af áhyggjum og samankreppt“ (18), er með „[á]hyggjuhrukk[u] yfir íbjúgu nefinu“ (20) og [h]árinu [er] 72 Bessel A. van der Kolk, The Body Keeps the Score, bls. 233–234; Maria Ritter, „Silence as the Voice of Trauma“, The American Journal of Psychoanalysis 74: 2/2014, bls. 176– 194, hér bls. 180; Rita Charon, Narrative Medicine, Oxford: Oxford University Press, 2006, bls. 65; Aphrodite Matsakis, „Trauma and It´s Impact on Families“, Handbook of Stress, Trauma, and the Family, ritstjóri Don R. Catherall, new York og Hove: Brunner–Routledge, 2004, bls. 15–32, hér bls. 21. Þetta kallast á við reynslu Dori Laub af því að taka viðtöl við eftirlifendur helfararinnar. Í skrifum um þá og trámu þeirra segir Laub að til að komast lífs af hafi það verið þolendunum nauðsynlegt að fá tækifæri til að segja sögu sína til fulls. Þá bendir hann á að innra með hverjum eftirlifanda búi þörf fyrir að segja frá reynslu sinni til þess að skilja sjálfan sig betur og halda áfram með lífið. Hann nefnir engu að síður að til þess að það sé mögulegt þurfi viðkomandi að gangast við draugum fortíðarinnar og ræða þá en ekki grafa þá niður – það geti þó tekið áratugi. Dori Laub, „Truth and Testimony. The Process and the Struggle“, bls. 63–64. 73 Aphrodite Matsakis, „Trauma and It´s Impact on Families“, bls. 15. 74 Katrín Jakobsdóttir hefur bent á að eitt af leiðarminnunum í verkum Auðar Jónsdóttur eru samskipti dætra og mæðra með öllum þeim vandræðum sem þeim fylgja. Katrín Jakobsdóttir, „Mömmur, ömmur, dætur. Hugleiðing um sköpun kvenna í sögum Auðar Jónsdóttur“, Skírnir haust/2014, bls. 301–322, hér bls. 301. Þótt Stóri skjálfti hafi komið út eftir að Katrín skrifaði sína grein á sagan það sameiginlegt með fyrri verkum Auðar að fjallað er um flókin samskipti mæðra og dætra en þau eru þó ekki sérstaklega til umfjöllunar í þessari grein.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.