Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 138
„MInnIð ER GATASIGTI“
137
þar sem fléttast saman minningar um sérstæða atburði og hversdagslegar
endurminningar um ákveðin tímaskeið. Hann segir að það sé algengt að fólk
hugsi um minnið og minningar á þann hátt að ferlið við að kalla fram minn-
ingu sé svipað því að horfa á kvikmynd. Með öðrum orðum sé mögulegt að
spóla fram og tilbaka í gegnum minnið, stoppa á völdum stöðum og sjá ljós-
lifandi fyrir sér atburði fortíðarinnar allt fram til dagsins í dag. Samkvæmt
Schacter er endurheimting minninga þó ekki svona einföld en hann heldur
því fram að minnisgeymsla (e. memory storage) mannsins sé afar brotakennd
og slitrótt. Minningar sem menn hafi um liðna atburði séu einangraðar og
brotakenndar og því sé það manninum eiginlegt að muna hluta af samtölum
og sum andlit. Þá segir Schacter að minningar séu ekki aðeins brotakenndar
heldur dofni þær með aldrinum svo það sérstaka sem maðurinn man eins og
ákveðið samtal eða gjörð gleymist en það almenna situr eftir í minninu eins
og til dæmis hvar einstaklingur hitti ákveðna manneskju og átti samtal við
hana. Þegar menn rifja upp atburði taka þeir því brot úr fortíðinni og raða
saman í heildarmynd svo í rauninni muna þeir ekki fortíðina heldur búa þeir
hana til að nýju með því að nýta ímyndunaraflið til að fylla inn í eyðurnar.
Stundum er hið liðna mótað þannig að það endurspeglar núverandi tilfinn-
ingar ekki síður en fyrri reynslu þess sem segir frá og stundum endurspeglar
það alls ekki þá reynslu sem einstaklingur hefur upplifað. Þar með getur
nútíðin mótað fortíðina og jafnvel skapað nýja minningu.37
Minnið er semsagt alltaf að einhverju leyti skáldskapur eins og svo marg-
eða níu ára á meðan þetta stóð yfir. Það var ekki lengi. Ég var með öðru fólki sem
virtist ekki hafa tekið eftir neinu.“ Dagný Kristjánsdóttir, „Hvert einasta orð er
mikilvægt. Viðtal við Svövu Jakobsdóttur“, Kona með spegil. Svava Jakobsdóttir og
verk hennar, ritstjóri Ármann Jakobsson, Reykjavík: JPV útgáfa, 2005, bls. 30–43,
hér bls. 38. Viðtalið birtist fyrst í þriðja hefti Tímarits Máls og menningar 1990.
37 Daniel L. Schacter, Searching for Memory. The Brain, the Mind, and the Past, new
York: BasicBooks, 1996, bls. 89–91; Daniel L. Schacter, Seven Sins of Memory. How
the Mind Forget and Remembers, bls. 9 og Patrick Colm Hogan, The Mind and its
Stories. Narrative Universals and Human Emotion, bls. 262.