Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 13
STeFÁN ÁGÚSTSSON
12
sögupersóna bókarinnar, eiturbrasarinn á Kútter Hafsteini, situr niðri í lúk-
ar á heimsigl ing unni úr síðasta vetrartúrnum. Hann lætur sig dreyma um
að setjast á skólabekk og leysa þar sjálfa lífsgátuna með hjálp lærðra manna.
Hann veltir fyrir sér hvaða visku hann gæti numið af ólíkum námsgreinum.
Hann gerir sér í hugarlund að læra um uppruna og merkingu orðanna í
íslenskri málfræði, í landafræði að skoða landa kort sem voru fallegustu
myndir sem hann gat hugsað sér en hvað fælist í náttúrufræð inni var hann
ekki alveg viss um:
er hún um náttúruna í mönnum og skepnum? Ja, nú er ég askotann
ekki viss. Líklega er hún þó um hina náttúruna. Hún er sennilega
um það, hvernig stóra náttúran hefur orðið til, hvernig steinarnir
hafa myndazt og moldin hrúgazt upp. Hvernig grösin, dýrin og
mennirnir sköpuðust og hvað þau eru alltaf að hugsa. Hún hlýtur
líka að lýsa því, kannski með myndum, hvar sálin í þeim er, úr
hverju hún er búin til og hvað fyrir henni á að liggja eftir dauðann,
því sálin er þó, fari í helvíti, partur af náttúrunni. Hafa mennirnir
ódauðlega sál? en dýrin? Hafa grösin anda, sem lifir eftir að þau
eru fölnuð og fallin? en aumingja steinarnir?3
Ungi maðurinn sem hóf nám í Kennaraskólanum haustið 1909 varð fyrir
sárum vonbrigðum. Náttúrufræðin leitaðist ekki við að leysa lífs gátuna,
heldur fjallaði hún um bein, skinn og hár á dýrum í einhverri bók á dönsku
eftir einhvern Boas.4 Landafræðin kom Þórbergi ekki jafnmikið á óvart en
gömlu örnefna þulurnar sem hann hafði lært utanbókar í Suðursveit voru
ekki spennandi lengur. Á meðan hann sat á aumum afturendanum undir
þurri upptalningu um hver væri íbúafjöldi og hverjir undirstöðuatvinnuvegir
helstu borga heims reikaði hugurinn heim í Suðursveit þar sem glíman við
gátur veraldarinnar hófst. Gátur sem hann vænti svara við í musteri visk-
unnar en fljótlega varð ljóst að svörin var ekki að finna á þeim vettvangi og
áður en veturinn var allur hafði hann hent frá sér námsbókunum.5
Á síðum Ofvitans heldur glíman við lífsgátuna áfram en annar áratugur
síðustu aldar var gríðarlega mikilvægur í mótun Þórbergs Þórðarsonar.6 Á
3 Þórbergur Þórðarson, Ofvitinn, Reykjavík: Mál og menning, 1987, bls.10.
4 Hér á Þórbergur væntanlega við danska dýrafræðinginn Johan erik Vesti Boas
(1855–1935) og bókin hefur að öllum líkindum verið: J. Boas, Lærebog i zoologien.
Nærmest til brug for studerende og lærer, Kaupmannhöfn: Gyldendal, 1905.
5 Þórbergur Þórðarson, Ofvitinn, bls. 19–21.
6 Bókin fjallar um árin 1909–1913.