Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 103
AðAlSTEINN EYÞóRSSON OG BERGljóT SOFFÍA KRISTjáNSDóTTIR
102
hafa einnig verið leidd rök að öðru. Sú trú hans að reynslan af heiminum,
sem blasti við mönnum, væri blekking (maya) virðist hafa markað sagnagerð
hans í ríkara mæli en fyrr hefur verið talið. Þess má að minnsta kosti sjá staði
í Íslenskum aðli eins og kemur fram í grein álfdísar Þorleifsdóttur í þessu
hefti.77 Í þeirri bók nýtir Þórbergur tvöföldun sjálfsins ekki síður en í Stein-
unum og þá meðal annars til að sýna að hann hafi ekki verið kominn nógu
langt á þroskabraut sinni þegar þeir atburðir urðu sem sagt er frá.
Þegar Þórbergur talaði um blekkinguna í Íslenzkum aðli voru forsendur
hans aðrar en helsta frumkvöðuls líftáknfræðinnar, Thomasar Sebeoks, sem
sagði – löngu eftir að Aðallinn kom út – að meginhlutverk táknfræðinnar
væri „að miðla milli veruleika og blekkingar“.78 En viðhorfi beggja fylgdi
sitthvað sem sameinar þá. Í fyrsta lagi virðingin fyrir lífinu almennt, ekki
bara mennsku lífi. Í öðru lagi skilningurinn á takmörkunum mannsins:
Eins og önnur dýr er hann aðeins útbúinn til að nema og tjá ákveðin tákn
– og getur í ofanálag lesið rangt úr táknum eða leitt þau hjá sér.79 Í þriðja
lagi þörfin á að menn könnuðu vísindalega þann heim sem þeir byggðu en
horfðust í sömu mund einarðir í augu við að hinn takmarkaði táknskilningur
mannsins setur svip sinn á vísindi hans ekki síður en annað. Eða svo vísað sé
til orða Þórbergs sjálfs:
Það er margt í mannheimi,
sem maður enginn veit.
Ýmislegt í uppheimi,
sem ekkert mannsbarn leit.
Dálítið í djúpheimi,
sem Darwin enginn reit.80
77 álfdís Þorleifsdóttir, „Krishnamurti og Þórbergur. Um blekkinguna og lausnina í Ís-
lenzkum aðli“, Ritið 2/2020, bls. 45–76. Sjá einnig fyrrnefndan fyrirlestur álfdísar og
MA-ritgerð hennar, Bókin um blekkinguna, Háskóla Íslands, 2018 [Ritgerðin fjallar
um Íslenskan aðal].
78 Hér eftir john Deely, „Semiotics and jakob von Uexküll’s concept of umwelt“,
Σημειωτκή-Sign Systems Studies 1–2/ 2004, bls. 11–34, hér bls. 17.
79 Nefna má tvennt til skýringar. Margir hafa sem kunnugt er óspart leitt hjá sér breyt-
ingar á loftslagi síðustu áratugi og Finnur Magnússon var í góðri trú þegar hann las
dróttkvæða vísu úr jökulristum í Blekinge á síðustu öld, sjá Iver Kjær, „Runer og
revner i Blekinge og bag voldene. Oldgranskerens Finnur Magnússons berømmelse
og nederlag“, Guldalderhistorier. 20 nærbilleder af perioden 1800–1850, ritstjóri Bente
Scavinius, København: Gyldendal, 1994, bls. 126–133.
80 Þórbergur Þórðarson, „Viðauki I, Raulað við sjálfan sig“, bls. 229. Vísan er úr kvæð-
inu „Það, sem enginn veit“.