Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 180
HaNS æR OG KýR
179
hefur til dæmis sagt „við erum dæmd til að leita Sögunnar í gegnum okkar
eigin popp–ímyndir og eftirlíkingar af henni, enda þótt hún verði sjálf að
eilífu utan seilingar okkar.“65
Sú hugmynd sem Jameson orðar hér kemur hugsanlega best fram í kafl-
anum þegar Gestur fer úr borginni, en þó ekki lengra en í Heiðmörkina,
og sér að allur trjágróðurinn er kostaður af fyrirtækjum eða kvenfélögum.
Skógurinn er ekki náttúra lengur, hann er framleiðsla, (ó)menningarleg
afurð – Disneyland – sem er merkt styrktaraðilum í bak og fyrir. Lífrænt
ræktuð auglýsingaskilti. „Þegar nútímavæðingunni er lokið og náttúran er
öll siturðu uppi með póstmódernisma“, sagði Jameson.66 Þetta er hinn ýkti
raunveruleiki, eða ofurveruleiki líkt og Baudrillard kallaði hann, þar sem
skilgreiningar sem aðskilja raunmynd og eftirmynd sundrast; allt er líkan,
táknmynd; allt er yfirborð án dýptar.67 Þetta póstmóderníska söguleysi er
einnig áréttað með því að sjálfsvera Gests er í molum. Hann er „líkt og
splittaður í átta persónur“, eins og segir á einum stað.68 Bjarni og Gusi voru
ekki í vafa um hverjir þeir voru né hvaðan, gátu rakið ættir sínar til forn-
manna og þekktu hvern stokk og stein í umhverfi sínu. Gestur veit ekki einu
sinni hver hann er. Hann veit ekkert um uppruna sinn, lifir í falskri trú um
að ættarsaga hans sé einhvers konar glansmyndar–þáttur úr Hús og híbýli og
hefur aldrei verið kyrr nógu lengi á sama stað til að skjóta rótum, hvað þá
safna mosa. Lífshlaup hans og sjálfsvera er tilbúningur. Hann þekkir hvorki
móður sína né föður. Hann á sér hvergi samastað, sem kemur kannski best
fram í því nafni sem honum var gefið. Hann er gestur. Móðir hans kallaði líf
sitt leikrit: Happí fjölskylda á Nesinu.
þýðandi Magnús Þór Snæbjörnsson, Af marxisma, ritstjórar Magnús Þór Snæbjörns-
son og Viðar Þorsteinsson, Reykjavík: Nýhil, 2009, bls. 236–301, hér bls. 258.
65 Sama rit, bls. 268.
66 alan Bullock og Stephen Trombley (ritstjórar), The New Fontana Dictionary of Mod-
ern Thoughts, London: HarperCollins, 2000, bls. 674.
67 Sjá til dæmis Peter Barry, „Postmodernism“, Beginning Theory. An Introduction to
Literary and Cultural Theory, Manchester og New York: Manchester Univeristy
Press, 2002, bls. 89. Þá segir í inngangi að bókinni Frá eftirlíkingu til eyðimerkur,
sem er samantektarrit um Baudrillard: „Raunveruleikinn er ekki lengur eins og hann
átti að sér að vera. Hann hefur látið undan eftirlíkingum af sjálfum sér og er eftir-
leiðis ofurraunverulegur. Við búum þar af leiðandi í eyðimörk veruleikans þar sem
eftirlíkingin er orðin raunverulegri en „raunveruleikinn“ sjálfur“. Jean Baudrillard,
Frá eftirlíkingu til eyðimerkur, ritstjóri Geir Svansson, Reykjavík: Bjartur – Reykja-
víkurakademían, 2000, bls. 7.
68 Bergsveinn Birgisson, Handbók um hugarfar kúa, bls. 118.