Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 37
STeFÁN ÁGÚSTSSON
36
úa og er hluti af helgiathöfnum þeirra. Kýrin var í upphafi tákn frjósemi og
hindúar vísa til hennar sem móður mannkyns.82 en kúna sem tákn fyrir frjó-
semi er að finna víðar en í sið hindúa. Nærtækt er að minnast þess hvaða þátt
kýrin Auðhumla átti í sjálfri sköpun heimsins í norrænni goðafræði. Hún
nærði með mjólk þursinn Ými sem heimurinn var skapaður úr og gat af sér
Búra forföður goðanna.83
Af framansögðu má ráða að Þórbergur hafi með Steinarnir tala ekki aðeins
ætlað sér að bjarga frá gleymsku menningunni sem var að hverfa í Suðursveit
eins og Halldór Guðmundsson og Pétur Gunnarsson telja. Honum hafi líka
verið einkar hug leik inn þáttur náttúrutrúarinnar í þeirri menningu. Og af því
að hann sá hliðstæðu með henni og þekkingu sinni á guðspeki og spíritisma
hafi hann tengt þetta allt og gefið lesendum kost á að gera það sama.
Augljóst er að kýrin er sú skepna í Suðursveit sem kemst næst því að hafa
mannsvit og nýtur því meiri virðingar en önnur húsdýr:
Og það var meira af hugsun í andlitinu á kúnum en í andlitinu á
hestunum og kindunum. Þegar þær horfðu á mann, þá hugsuðu
þær meira um mann. Það var eins og þær sæju mann út. Mér var
helvíti illa við það. Það var engin hugsun í andlitinu á hestunum, þá
sjaldan þeir horfðu á mann, og þeir sýndust ekki hafa neinn áhuga
á manni. Kindurnar horfðu á mann með miklum áhuga, en það var
auðséð á andlitinu á þeim, að þær botnuðu ekkert í manni. Það var
eins og þær væru að reyna að skilja, en gætu það ekki (59).
eins og minnst hefur verið á, rötuðu kindurnar stundum í skelfilegar
ógöngur. Í tuttugasta kafla lýsir Þórbergur sveltunum. Þetta voru sjálfheldur
í landslagi klettanna sem kind urnar álpuðust í. Þegar þær lentu í slíkum
ógöngum urðu bændurnir oft að koma til bjargar. Þó voru þessi svelti stund-
um svo slæm að enginn vegur var að komast í þau og þá var ekkert til ráða
annað en að bíða og vona að rollurnar rötuðu sjálfar úr svelt inu, annars beið
þeirra hungurdauði ef þær hröpuðu ekki til bana.
Í umfjöllun Þórbergs um þessa náttúru sauðkindarinnar stillir hann upp
ósættan legum andstæðum efnis og anda, líkt og í rannsóknum Bergs á stein-
unum. And stæðurnar endurspeglast annars vegar í nytsemissjónarmiðum
þeirra fullorðnu sem hafa engan skilning á þeirri undarlegu náttúru sauð-
kindarinnar að leita sífellt til fjalla og koma sér í ógöngur og hins vegar í
82 Sama heimild, bls. 110.
83 Edda Snorra Sturlusonar, ritstjóri Finnur Jónsson, Kaupmannahöfn: Gyldendalske
boghandel, 1931, bls. 13–14.