Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 208
UM TILURð HnATTA OG HAnDSAUMAðRA ÚTGáFnA
207
Hækkun
Herbergið er þurrt.
Meðan á gjörningnum stendur fyllist herbergið að tveimur þriðju
af vatni. Fólk virðist ómeðvitað eða með vott af áhuga, en gerir
ekkert. Einn gæti fengið kvíðakast. Annar gæti reynt að finna
tappa. Þau ræða ýmislegt, flest af því er ótengt herberginu sem
fyllist af vatni.43
Siri Ranva Hjelm Jacobsen, danskur rithöfundur af færeyskum ættum, var
líka gestur á fyrrnefndri hátíð en hún fjallaði um bók sína Havbrevene (Sjáv-
arbréfin) sem geymir bréfaskipti á milli Atlantshafsins og Miðjarðarhafsins
um upphaf heimsins og yfirvofandi endalok. Miðjarðarhafið er mun yngra
og finnur fyrir meiri tengslum við allt líf á landi, sem kom skríðandi upp úr
hafinu.
Stóra systir, takk, en: Heldur þú að við munum gleyma því? Kvik-
indunum, öllu? Sá tími kemur, oftast í morgunsárið, að ég hvíli mig
á botni mínum eins og ástkær flík, að ég verð mjög glöð, vegna þess
að allt er ljóst – en svo verð ég allt í einu ringluð. Hvar eiga fugl-
arnir að lenda? Er eitthvert vit í spurningunni?
M.44
Atlantshafið er eldra og vitrara en það treystir á „planið“ eins og það er nefnt
í bréfunum. Það sér óumflýjanleika og fegurð í flóðinu og mögulega vottar
fyrir von um nýtt líf sem muni kvikna eftir endalok heimsins.
43 a rawlings, Sound of Mull, Kaupmannahöfn: Laboratoriet for Æstetik og Økologi,
2019, bls. 85. Frumtextinn: „rising // The room is dry. // Over the course of the
performance, the room fills two-thirds full with water. People seem oblivious or
passingly interested, but do nothing. One may become panic-stricken. One might
try to find a plug. They discuss many things, most of which are not about the room
filling with water.“
44 Siri Ranva Hjelm Jacobsen, Havbrevene, Kaupmannahöfn: Lindhardt og Ringhof,
2019, bls. 58. Frumtextinn: „Storesøster, tak, men: Tror du, vi vil glemme det? Kry-
bene, det hele? Der er tidspunkter, typisk de tidlige morgener, når jeg hviler på min
bund som et kærligt klædestykke, hvor jeg bliver meget glad, fordi det hele står
klart – men så bliver pludselig forvirret. Hvor skal fuglene lande? Giver spørgsmålet
mening? // M.“