Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 255
AuðuR AðAlSTEInSDóTTIR
254
reyndar við allt sem lifir. […] Eignun víkkar eftir því sem mann-
eskjan þroskast. […] Á vissu stigi hneigist manneskjan í samræmi
við náttúru sína til að leita sannleikans með skilningarvitum sínum.
Í stuttu máli eignast hún hvaðeina sem samræmist náttúru hennar
og gerir henni kleift að blómstra sem manneskja. náttúran eignar
manneskjunni einnig foreldra hennar og smám saman annað fólk.
Þannig stígur manneskjan mikilvægt skref frá sjálfhverfu til þess að
umfaðma náungann sem hluta þeirrar náttúru sem hún samræm-
ist. lýsingin á þessu skrefi er mikilvæg fyrir stóíska siðfræði, því
henni er ætlað að útskýra hvernig náttúrulegar frumhvatir brjótast
úr viðjum sjálfhverfunnar og leiða til virðingar fyrir náunganum,
samfélagsdyggða.92
Heimspekingurinn Martha nussbaum hefur lýst því yfir að henni finnist
afstaða stóuspekinnar gagnvart dýrum og öðrum verum utan hins mannlega
(e. non-human beings) of takmörkuð, auk þess sem sú áhersla að hafa eigi
hagsmuni alls mannkyns að leiðarljósi í stað staðbundinna hagsmuna geti
ekki verið grundvöllur pólitískra lögmála í fjölmenningarsamfélagi. Hún
segist styðja „veikari afstöðu: að við ættum að sýna öllum manneskjum (og
öllum dýrum, sem stóuspekin samþykkir ekki) umhyggju og móta pólitísk
lögmál sem sýna öllum verðskuldaða virðingu“.93 kai Whiting brást við þess-
ari gagnrýni með þeirri ályktun að hinir fornu stóuspekingar „myndu ekki
hafa hafnað endurskoðuðum siðferðislegum ramma sem tekur inn í mynd-
ina skyldur okkar í garð dýra (stóuspekin samþykkir ekki að dýr hafi rétt-
indi) ef þeir hefðu haft nútímaþekkingu á sálarlífi dýra“.94 Hér komum við
aftur að hugmyndinni um eignun. Whiting, konstantakos, Carrasco og
Carmona vilja útvíkka eignunarlíkan Hieroklêsar sem byggist á því að sjá
fyrir sér misstóra hringi sem breiðast út frá huga einstaklings.95 Sá þrengsti
92 Sama rit, bls. 62–63.
93 [Án höfundar], „Martha nussbaum. The Renowned Philosopher on Stoicism,
Emotions, and Must Read Books“, viðtal við Mörthu nussbaum, Daily Stoic, [e.d.],
sótt 9. júní 2020 af https://dailystoic.com/martha-nussbaum/.
94 [Án höfundar], „Stoicism And Sustainability. An Interview with kai Whiting“, Daily
Stoic, [e.d.], sótt 9. júní 2020 af https://dailystoic.com/kai-whiting-interview/.
95 Eins og Fonna Forman-Barzilai bendir á í bókinni Adam Smith and the Circles of
Sympathy hafa margir nýtt sér hugmynd Hieroklêsar um hringina, meðal annars
Ralph Waldo Emerson í greininni „Circles“ frá árinu 1841. Áhrifamestur var ef til
vill W. E. H. lecky sem leit á siðferðislegar framfarir sem útvíkkun hrings þar sem
einstaklingurinn og hans nánustu eru í miðjunni en eftir því sem utar dregur inn-
limast stærri hópar á borð við þjóðfélagsstétt, þjóð og allt mannkynið. Í hinu fræga
verki sínu, Expanding the Circle, byggir Peter Singer svo á þessari sýn leckys. Sjá