Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 212
UM TILURð HnATTA OG HAnDSAUMAðRA ÚTGáFnA
211
takið sjálfur kemur ekki aðeins á staðinn til að styðja sjálfstæða forleggjar-
ann, heldur líka til að upplifa það að búa til bók (eða þá að brenna hana).52
Vistvæn ferðamennska gengur ekki aðeins út á að vernda náttúru landsins,
heldur líka út á þá sérstæðu upplifun sem henni fylgir sem flestir þeir er
ferðast eftir hefðbundnum leiðum fá ekki. Í kjölfar áðurnefndrar hátíðar í
Færeyjum, „Always Coming Home“ sem haldin var á vegum örforlaganna
Eksil og Laboratoriet for Æstetik og Økologi, birtist grein eftir þátttakand-
ann og rithöfundinn Siri Ranva Hjelm Jacobsen í Weekendavisen. Þar skrifar
hún um hátíðina og lýsir skipsferð sinni frá Danmörku til Færeyja en af um-
hverfisástæðum valdi hún að sigla í stað þess að fljúga. Frásögnin er dæmi
um „ferðaesseyju“ en hún inniheldur ótal sögur af framandi manneskjum
og viðburðum.53 Með greininni staðsetur hún hátíðina í umhverfisverndar-
stefnu og umfjöllunin fær nýtt frásagnarlag, þar sem sagan af hátíðinni, sem
að mörgu leyti byggðist á gjörningum og upplifunum, fær persónulegan blæ
og fjallar um reynsluna af ferðinni sjálfri, sem er öðruvísi en það sem flestir
lesendur eru vanir.
nú á dögum er annarskonar neysla, með vistfræðilegri vitund og ábyrgð,
orðin að gagnrýninni og pólitískri samfélagsaðgerð. Hinir nýju neysluhættir
setja einnig mark sitt á bókmenntavettvanginn. Sprengja í útgáfu örforlaga
sem synda á móti meginstraumnum og fjöldaframleiddum bókmenntum er
ein af birtingarmyndum nýrrar neyslumenningar sem hefur náð fótfestu með
aukinni vistfræðilegri meðvitund frammi fyrir ógn loftslagsbreytinga. En líkt
og í tilfelli valsældarhyggjunnar er hér ekki einungis um að ræða fórnfýsi,
heldur líka sjálfsánægju og sjálfsfriðþægingu sem helgast af því að neyta með
ábyrgum hætti.54 Þetta er ákveðið blæti tengt þeirri fagurfræði sem á rætur í
andkapítalískum, vistfræðilega upplýstum neyslumynstrum. Það er ekki bara
gott fyrir umhverfið að hjóla frekar en keyra bíl, heldur gefur þessi ferða-
máti okkur færi á öðrum nautnum. Þetta er bæði holl líkamsrækt, möguleiki
til að vera í fersku lofti og upplifa heiminn á minni hraða. Sambærilega til-
hneigingu er að finna í örforlagastarfseminni þar sem leitast er við að bjóða
upp á nýjar leiðir til að neyta og njóta bókmennta. Það að nota annað efni í
52 Hér er vísað í íslenska örforlagið Tunglið sem hefur gefið út bækur sínar á fullu tungli
og einungis selt þær í útgáfuhófi. Í lok kvöldsins eru óseld eintök (af 69 útgefnum)
brennd á báli.
53 Siri Ranva Hjelm Jacobsen, „Gode rejsende“, Weekendavisen, 26. júlí 2019, sótt 15.
júlí 2020 af https://www.weekendavisen.dk/2019-30/boeger/gode-rejsende.
54 Kate Soper, „Introduction. The Mainstreaming of Counter-Consumerist Concern“,
The Politics and Pleasures of Consuming Differently, ritstjórar Kate Soper, Martin Ryle
og Lyn Thomas, new York: Palgrave Macmillan, 2009, bls. 1–21, hér bls. 5.