Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 156
„MInnIð ER GATASIGTI“
155
Barn kryddar allt með ímyndun sinni, ég veit það, ég á sjálf tvö
börn […]. En ég heyri ennþá brakið í beininu, ég heyri hana snökta:
Ekki Bjarni! og mér finnst ég heyra hann bora sér stynjandi inn í
hana, þó að ég óski þess heitast af öllu að hljóðin séu bara hryll-
ingur sem hræðslan bjó til, af því ég sá einhvern tímann bíómynd
þar sem konu var nauðgað og hljóðin voru þau sömu, kannski sá
ég hana löngu seinna og finnst bara að hljóðin í minningunni hafi
verið svipuð þó að þau hafi ekki verið það. Og kannski eru þau
ímyndun mín, Saga, kannski! (197)
Minnisrannsóknir sem gerðar hafa verið á fölskum minningum hafa leitt í
ljós að ef einstaklingur ímyndar sér atburð og reynir að sjá myndir fyrir hug-
skotssjónum sínum er líklegra en ella að hann komi til með að trúa því að
atburðurinn hafi átt sér stað.82 Lýsingar Jóhönnu bera með sér að minningar
fortíðarinnar ásæki hana; hún heyrir enn hljóðin sem tengjast þeim. Efinn
sem einkennir þó allt mál hennar vitnar um að hún vonar að ímyndunaraflið
hafi hlaupið með hana í gönur, það sem hún telur sig muna hafi aldrei gerst.
Engu að síður óttast hún að afstaða hennar til föður síns eftir að hann hætti
að drekka og lét af barsmíðunum hafi haft þau áhrif að hún reyni að afneita
kynferðislega ofbeldinu og telja sér trú um að það sé hennar eigin hugar-
burður.83 óvissan um minningar fortíðarinnar er því ekki síst rót sársaukans
sem hún finnur fyrir.
Varnaglarnir sem Jóhanna slær gera það að verkum að Saga á erfitt með
að trúa ásökunum hennar á hendur föður þeirra. Hún veltir fyrir sér hvort
móðursystir þeirra heitin, Elínborg, hafi haft áhrif á minni systurdóttur
sinnar. Elínborg var einhleyp og barnlaus en hún átti í flóknu sambandi
við Kristínu systur sína einkum vegna þess að henni var í nöp við mág sinn.
Elínborg taldi að mágur hennar ætti sök á dauða Katrínar en hún var eina
manneskjan sem var reiðubúin að margræða ofbeldið við Jóhönnu. Það er
því hugsanlegt að skoðanir Elínborgar hafi litað orðræðu hennar og hún
plantað fölskum minningum hjá frænku sinni. Jóhanna viðurkennir enda að
hún viti ekki fyrir víst hvað séu minningar hennar og hverjar séu úr hugskoti
Elínborgar: „Ég hafði sagt Elínborgu allt sem ég vissi og hún endursagði
það og skreytti þangað til það hætti að vera minningin mín og varð minn-
ingin hennar. Ég á aldrei eftir að vita hvað ég hef lifað og hvað er úr huga
Elínborgar“ (203).
82 Elizabeth F. Loftus, „The reality of repressed memories“, American Psychologist 48:
5/1993, bls. 518–537, hér bls. 533.
83 Auður Jónsdóttir, Stóri skjálfti, bls. 197.