Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 7

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 7
VERA KnÚTSDóTTIR 12 tákn útrásarinnar vísa í hetjufrásagnir Íslendingasagnanna, og skapa ákveðinn kjarna fyrir hina íslensku staðalímynd, sem á rætur að rekja til yfirburða karl- hetja á miðöldum.15 Guðni útskýrir hvernig ímyndin um víkinginn var notuð og studd af stjórnmálamönnum og umræðu í fjölmiðlum, sem og af bankamönn- unum sjálfum sem studdust við víkingamyndmál fyrir eigið kynningarefni.16 Mannfræðingurinn Kristín Loftsdóttir segir að aðeins sé hægt að skilja hugmyndina um íslenska útrásarvíkinginn í samhengi við þjóðernisstefnu sem á upphaf sitt að rekja til tímabils rómantíkur og þegar hugmyndin um „þjóð“ verður til; þegar íslenska þjóðin hóf að reka sjálfstæðisbaráttu sína gegn Dönum.17 Kristín skrifar að efnahagshrunið hafi grafið undan þjóðarímyndinni sem Íslendingar höfðu skapað sér, sem úrvalskyn með beinan legg til víkinga – hinna sönnu hetja norræna heimsins.18 Hér er kominn ákveðinn kjarni í því sameiginlega áfalli sem efnahagshrunið leiddi af sér og því rofi sem verður í sameiginlegu minni þjóðarinnar. Breski bókmenntafræðingurinn Aleric Hall skilgreinir viðbrögð Íslendinga við hruninu sem eftirlendukvíða (e. post-colonial anxiety) sem snýr aðallega að stöðu Íslands í stigveldi heimsins í ljósi heimsvelda- stefnu – sem fórnarlamb, þátttakandi eða arfþegi (sá sem nýtur góðs af).19 Eftir- lendukvíði lýsir sér í því hvernig sú staðreynd að Ísland var eitt sinn nýlenda undirskipuð danska konunginum og dönsku þjóðinni grafi undan hugmyndinni um stolta þjóðernisímynd sem byggir á gildum eins og sjálfstæði og yfirburðum. Hrunið minnir í þessum skilningi, og með sársaukafullum hætti, á nýlendusögu Íslendinga, tímabil sem í nútímaumræðu einkennist af afneitun, þar sem Íslend- ingar eru almennt ómeðvitaðir um að hafa verið nýlenda Dana. Orðið „hjálenda“ hefur oft verið notað til þess að skilgreina söguleg samskipti Dana og Íslendinga 15 Guðni Elísson, „Vogun vinnur … : hvar liggja rætur íslenska fjármálahrunsins“, Saga 47/2009, bls. 117–146, hér bls. 123. 16 Sama heimild, bls. 124. 17 Kristín Loftsdóttir, „Kjarnmesta fólkið“, bls. 114. 18 Sama heimild, bls. 113. 19 Aleric Hall dregur þessi tengsl milli sjálfstæðis, erlendra áhrifa á Íslandi og efnahags- hruns: „But it is also partly because Icelanders have realised that to understand the men- talities behind the Crash itself, it is necessary to understand the relationship between Icelandic identities and the sometimes far-flung Danish empire to which Iceland once belonged, as well as the neo-imperialism of the USA and other European countries— that is, the mutated forms that nineteenth-century colonial imperialism has taken as co- untries seek to achieve the extractive economic dominance once associated with empire without actually using direct rule, or indeed admitting (even to themselves) to having a colonial agenda. Postcolonial thought is necessary to understand how Iceland has both been a victim of imperialisms old and new, but also a participant in them, and indeed a beneficiary.“ Aleric Hall, Útrásavíkingar!, bls. 48.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.