Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Qupperneq 7
VERA KnÚTSDóTTIR
12
tákn útrásarinnar vísa í hetjufrásagnir Íslendingasagnanna, og skapa ákveðinn
kjarna fyrir hina íslensku staðalímynd, sem á rætur að rekja til yfirburða karl-
hetja á miðöldum.15 Guðni útskýrir hvernig ímyndin um víkinginn var notuð og
studd af stjórnmálamönnum og umræðu í fjölmiðlum, sem og af bankamönn-
unum sjálfum sem studdust við víkingamyndmál fyrir eigið kynningarefni.16
Mannfræðingurinn Kristín Loftsdóttir segir að aðeins sé hægt að skilja
hugmyndina um íslenska útrásarvíkinginn í samhengi við þjóðernisstefnu
sem á upphaf sitt að rekja til tímabils rómantíkur og þegar hugmyndin um
„þjóð“ verður til; þegar íslenska þjóðin hóf að reka sjálfstæðisbaráttu sína gegn
Dönum.17 Kristín skrifar að efnahagshrunið hafi grafið undan þjóðarímyndinni
sem Íslendingar höfðu skapað sér, sem úrvalskyn með beinan legg til víkinga
– hinna sönnu hetja norræna heimsins.18 Hér er kominn ákveðinn kjarni í því
sameiginlega áfalli sem efnahagshrunið leiddi af sér og því rofi sem verður í
sameiginlegu minni þjóðarinnar. Breski bókmenntafræðingurinn Aleric Hall
skilgreinir viðbrögð Íslendinga við hruninu sem eftirlendukvíða (e. post-colonial
anxiety) sem snýr aðallega að stöðu Íslands í stigveldi heimsins í ljósi heimsvelda-
stefnu – sem fórnarlamb, þátttakandi eða arfþegi (sá sem nýtur góðs af).19 Eftir-
lendukvíði lýsir sér í því hvernig sú staðreynd að Ísland var eitt sinn nýlenda
undirskipuð danska konunginum og dönsku þjóðinni grafi undan hugmyndinni
um stolta þjóðernisímynd sem byggir á gildum eins og sjálfstæði og yfirburðum.
Hrunið minnir í þessum skilningi, og með sársaukafullum hætti, á nýlendusögu
Íslendinga, tímabil sem í nútímaumræðu einkennist af afneitun, þar sem Íslend-
ingar eru almennt ómeðvitaðir um að hafa verið nýlenda Dana. Orðið „hjálenda“
hefur oft verið notað til þess að skilgreina söguleg samskipti Dana og Íslendinga
15 Guðni Elísson, „Vogun vinnur … : hvar liggja rætur íslenska fjármálahrunsins“, Saga
47/2009, bls. 117–146, hér bls. 123.
16 Sama heimild, bls. 124.
17 Kristín Loftsdóttir, „Kjarnmesta fólkið“, bls. 114.
18 Sama heimild, bls. 113.
19 Aleric Hall dregur þessi tengsl milli sjálfstæðis, erlendra áhrifa á Íslandi og efnahags-
hruns: „But it is also partly because Icelanders have realised that to understand the men-
talities behind the Crash itself, it is necessary to understand the relationship between
Icelandic identities and the sometimes far-flung Danish empire to which Iceland once
belonged, as well as the neo-imperialism of the USA and other European countries—
that is, the mutated forms that nineteenth-century colonial imperialism has taken as co-
untries seek to achieve the extractive economic dominance once associated with empire
without actually using direct rule, or indeed admitting (even to themselves) to having a
colonial agenda. Postcolonial thought is necessary to understand how Iceland has both
been a victim of imperialisms old and new, but also a participant in them, and indeed a
beneficiary.“ Aleric Hall, Útrásavíkingar!, bls. 48.