Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 16
SJÁLfSMYnD OG óKEnnILEIKI Á TÍMUM fJÁRMÁLAHRUnS
21
undan valdbeitingu og yfirvaldi, en megináherslan í endurkomu gotnesks stíls
(e. revival gothic) er að takast á við valdasambönd, efnahagslegt yfirvald, stétta-
stjórnun og hugmyndina um yfirburði.47 Þá skrifar Guðni Elísson hvernig „innri
spenna sagnanna [gotneskra sagna] brýst fram í djöfullegu myndmáli þar sem
áhersla er lögð á bælingu og yfirbreiðslu.“48 Draugurinn sem snýr aftur er svörun
við slíkri bælingu því hann knýr fram viðbrögð og leitar réttlætis.
Þessar áherslur birtast skýrt í hvernig Ég man þig tekst á við hrunið, meðal
annars með því að skírskota til ímyndar- og sjálfsmyndarkrísu tímabilsins sem
má greina í valdamisræmi sögupersónanna. Eiginmaðurinn í sögunni hefur yfir-
höndina og er ríkjandi karlhetja sem þar að auki afneitar reimleikunum, leitast
við að bæla drauginn og um leið erfiðleikana sem hann stendur frammi fyrir.
Húsið á Hesteyri og áformin sem hann hefur uppi um að gera það upp, verður
að táknmynd fyrir draum um betri (fram)tíð. Þegar húsið reynist aftur á móti
vera reimt er hann ekki reiðubúinn til þess að leyfa kjánalegum draugi að eyði-
leggja þann draum og þar með vonina um glæsta framtíð. Með því að afneita
tilvist draugsins er Garðar viss um að hann muni hverfa. Þegar konurnar minn-
ast á brakið í fjölunum sem vísbendingu um að það sé eitthvað að í húsinu,
segir hann: „Það er að vísu rétt að það er eitt og annað að þessu húsi en það
snýr að viðhaldi og við erum einmitt komin hingað til að vinna í því.“ (52) Á
einum tímapunkti kennir hann hundinum, sem er með í för, um reimleikana:
„Alveg skal ég hengja mig upp á það að við erum aðallega að fara á taugum út
af þessum hundræfli. Ef hann héldi bara kjafti hætti manni að bregða svona.
Fólk getur spanað sig upp í allskonar vitleysu og farið að ímynda sér ótrúlegustu
hluti.“ (154) Þegar sögupersónurnar uppgötva að rafhlaðan í símanum er skyndi-
lega tóm, segist Garðar ekki getað tekist á við þessar aðstæður, en afneitun hans
kemur skýrt fram í eftirfarandi textabroti: „„ég verð að fá að halda áfram í smá-
stund eins og þetta með símana hafi ekki komið upp.“ Hann leit á Líf og síðan
Katrínu. Hún kannaðist alltof vel við þessi viðbrögð, honum var fyrirmunað að
horfast í augu við áföll á borð við þetta.“ (136) Hér dregur Katrín tengsl á milli
reimleikanna á Hesteyri og samfélagsástandsins, án þess þó að gruna hversu
langt eiginmaður hennar ætlar að ganga til þess að endurbæta fjárhaginn og
breiða yfir vandamálið.
Sögupersónurnar í Ég man þig og tengslin þeirra á milli verða táknræn fyrir
íslenskt samfélag á hruntímum. Þrátt fyrir að Katrín, eiginkonan í Ég man þig, sé
aðalpersóna sögunnar og sögumaður, er eiginmaður hennar Garðar, karlhetja
sögunnar og sá sem drífur atburðarásina áfram. Hans vegna eru þau nánast
47 Sama heimild, bls. 8.
48 Guðni Elísson, „Dauðinn á forsíðunni“, bls. 111.