Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 20

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 20
SJÁLfSMYnD OG óKEnnILEIKI Á TÍMUM fJÁRMÁLAHRUnS 25 blaða. Aftur á móti viðurkennir hún fljótlega fyrir lesandanum að þetta sé ekki alveg svo, í rauninni er hún atvinnulaus og fráskilin einstæð móðir sem býr ásamt dóttur sinni í úthverfi bæjar í Texas í suðurríkjum Bandaríkjanna. Jenna er aðal- persóna sögunnar og sögumaður hennar, að minnsta kosti í fyrri hluta verksins sem fjallar um líf hennar í Bandaríkjunum. Þegar yngri systir hennar, Eufemía, deyr neyðist Jenna til að snúa aftur til Íslands og hitta aðra fjölskyldumeðlimi. Við það breytist frásögnin í endurlit þar sem saga ólíkra fjölskyldumeðlima er reifuð en svo virðist sem lygasýki Jennu sé ekki sjálfsprottin heldur eigi sér upp- tök í ættarsögunni og fjölskyldulífi sem einkennist af þöggun og leyndarmálum. Frásögnin sem fylgir fráfalli yngstu dótturinnar er afhjúpandi og leiðir í ljós þau áföll sem hver og einn fjölskyldumeðlimur hefur orðið fyrir og þagað um. Að því leyti er Hvítfeld nokkuð hefðbundin fjölskyldusaga en hér klædd í ókennilegan búning sem endurspeglast ekki síst í frásagnarhætti verksins og lestrarupplifun, en um leið í viðfangsefni þess sem kjarnast um afbyggingu eða framandgervingu hefðbundins fjölskyldulífs. Hvítfeld er skýrt dæmi um hrunskáldsögu, ekki aðeins vegna þess að hún er skrifuð og gefin út á hápunkti (lágpunkti) kreppunnar, heldur einnig af því að hún fjallar um atburði hrunsins, góðæri og efnahags- kreppu með margvíslegum hætti; sögupersónur ræða atburði hrunsins beint og hrunið hefur haft sín áhrif á samfélagslegt ástand söguheimsins, en verkið skír- skotar einnig til hrunsins og afleiðinga þess með táknrænum hætti. Hvítfeld er ekki óhugnanleg saga í þeim skilningi að vera hrollvekja eða drauga- saga í anda gotnesku hefðarinnar. Að vissu leyti mætti skilgreina hið ókennilega í sögunni í ljósi eftirfarandi (samtíma)skilgreiningar Daisy Connan á hinu ókennilega: „Á meðan bókmenntahugtakið [hið ókennilega] hefur samkvæmt hefðinni verið tengt myndmáli fantasíu, eins og vampírum, tvíförum, uppvakn- ingum og gotneskum kastölum, má í dag einnig skilgreina hið ókennilega sem ófyrirséðan þátt í hversdagslífi og í sambandi sögupersónunnar við hið kunnu- lega umhverfi: heimilið, fjölskylduna og sjálfið.“54 ókennileg fagurfræðin í Hvít- feld er sköpuð innan raunsæislegra marka fjölskyldusögunnar og birtist í fram- andgervingu á því sem lesendur þekkja sem hefðbundið fjölskyldulíf. Hér birtist hið ókennilega með lúmskum hætti en hugtakið „ankannalegt“ á ef til vill betur við til að lýsa frásögninni sem byggist meðal annars á því að koma lesandanum sífellt á óvart með afhjúpunum sem hann sá ekki fyrir. Þá er ókennileikinn bund- 54 Frumtextinn er á þessa leið: „While this literary term [the uncanny] has traditionally been associated with imagery of the fantastic, such as vampires, doubles, zombies and Gothic mansions, today the uncanny also qualifies as an unthematisable element in day- to-day life and in the subject’s relationship to the most familiar environments: the home, the family and the self.“ Daisy Connan, Subjects Not-at-home, bls. 9. Þýðing mín.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.