Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 20
SJÁLfSMYnD OG óKEnnILEIKI Á TÍMUM fJÁRMÁLAHRUnS
25
blaða. Aftur á móti viðurkennir hún fljótlega fyrir lesandanum að þetta sé ekki
alveg svo, í rauninni er hún atvinnulaus og fráskilin einstæð móðir sem býr ásamt
dóttur sinni í úthverfi bæjar í Texas í suðurríkjum Bandaríkjanna. Jenna er aðal-
persóna sögunnar og sögumaður hennar, að minnsta kosti í fyrri hluta verksins
sem fjallar um líf hennar í Bandaríkjunum. Þegar yngri systir hennar, Eufemía,
deyr neyðist Jenna til að snúa aftur til Íslands og hitta aðra fjölskyldumeðlimi.
Við það breytist frásögnin í endurlit þar sem saga ólíkra fjölskyldumeðlima er
reifuð en svo virðist sem lygasýki Jennu sé ekki sjálfsprottin heldur eigi sér upp-
tök í ættarsögunni og fjölskyldulífi sem einkennist af þöggun og leyndarmálum.
Frásögnin sem fylgir fráfalli yngstu dótturinnar er afhjúpandi og leiðir í ljós þau
áföll sem hver og einn fjölskyldumeðlimur hefur orðið fyrir og þagað um. Að því
leyti er Hvítfeld nokkuð hefðbundin fjölskyldusaga en hér klædd í ókennilegan
búning sem endurspeglast ekki síst í frásagnarhætti verksins og lestrarupplifun,
en um leið í viðfangsefni þess sem kjarnast um afbyggingu eða framandgervingu
hefðbundins fjölskyldulífs. Hvítfeld er skýrt dæmi um hrunskáldsögu, ekki aðeins
vegna þess að hún er skrifuð og gefin út á hápunkti (lágpunkti) kreppunnar,
heldur einnig af því að hún fjallar um atburði hrunsins, góðæri og efnahags-
kreppu með margvíslegum hætti; sögupersónur ræða atburði hrunsins beint og
hrunið hefur haft sín áhrif á samfélagslegt ástand söguheimsins, en verkið skír-
skotar einnig til hrunsins og afleiðinga þess með táknrænum hætti.
Hvítfeld er ekki óhugnanleg saga í þeim skilningi að vera hrollvekja eða drauga-
saga í anda gotnesku hefðarinnar. Að vissu leyti mætti skilgreina hið ókennilega
í sögunni í ljósi eftirfarandi (samtíma)skilgreiningar Daisy Connan á hinu
ókennilega: „Á meðan bókmenntahugtakið [hið ókennilega] hefur samkvæmt
hefðinni verið tengt myndmáli fantasíu, eins og vampírum, tvíförum, uppvakn-
ingum og gotneskum kastölum, má í dag einnig skilgreina hið ókennilega sem
ófyrirséðan þátt í hversdagslífi og í sambandi sögupersónunnar við hið kunnu-
lega umhverfi: heimilið, fjölskylduna og sjálfið.“54 ókennileg fagurfræðin í Hvít-
feld er sköpuð innan raunsæislegra marka fjölskyldusögunnar og birtist í fram-
andgervingu á því sem lesendur þekkja sem hefðbundið fjölskyldulíf. Hér birtist
hið ókennilega með lúmskum hætti en hugtakið „ankannalegt“ á ef til vill betur
við til að lýsa frásögninni sem byggist meðal annars á því að koma lesandanum
sífellt á óvart með afhjúpunum sem hann sá ekki fyrir. Þá er ókennileikinn bund-
54 Frumtextinn er á þessa leið: „While this literary term [the uncanny] has traditionally
been associated with imagery of the fantastic, such as vampires, doubles, zombies and
Gothic mansions, today the uncanny also qualifies as an unthematisable element in day-
to-day life and in the subject’s relationship to the most familiar environments: the home,
the family and the self.“ Daisy Connan, Subjects Not-at-home, bls. 9. Þýðing mín.