Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 22

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 22
SJÁLfSMYnD OG óKEnnILEIKI Á TÍMUM fJÁRMÁLAHRUnS 27 les um í slúðurblöðum. Stund sannleikans verður aftur á móti við jarðaför yngri systur hennar, þegar Jenna ákveður að rjúfa þögnina og segir fjölskyldunni að hún hafi aldrei stundað geimþjálfun á vegum NASA, að hún hætti í háskólanámi fyrir mörgum árum síðan, og að hún sé skilin við eiginmanninn því hún hélt svo mikið framhjá honum: „Guð blessi Ameríku. Hvað hélduð þið eiginlega? Að ég segði ykkur satt? Þið eruð rugluð, þið eruð fíkin í skáldskap, þið lifið í lygum … We fooled ya’ll, segir Jackie og flissar.“ (27) Snemma í verkinu dregur Jenna fram tengsl á milli samfélagsástandsins og eigin lygasýki, nánar tiltekið þegar hún útskýrir fyrir dóttur sinni hvað fólk eigi við með orðinu hrun. Hún byrjar á að útskýra hvernig góðærið byggði á blekk- ingu og lygi: „Þeir eiga við þegar efnahagskerfið hrundi, útskýri ég. Fyrir fjórum árum héldu allir að þeir væru ofboðslega ríkir en síðan komust þeir að því að svo var ekki. Bankarnir og fullt af fyrirtækjum fóru á hausinn, fólk missti vinnuna og ævisparnaðinn og margir neyddust til að lýsa sig gjaldþrota.“ (49) Þegar dóttirin spyr hvers vegna allir héldu að þeir væru ríkir þegar þeir voru það alls ekki segir Jenna að þeir hafi trúað því vegna þess að „því var logið að þeim.“ (49) Hér er mikilvægt að leggja áherslu á ópersónulegan hátt málsgreinarinnar, sem ber vitni um ákveðna gerendavirkni, eða vöntun á einmitt henni. Jackie verður hissa og nánast reið því hún setur lygarnar í samhengi við lygar Jennu, en Jackie er fórnar- lamb og óhjákvæmilega óbeinn þátttakandi í lyganeti móður sinnar. Jenna fer í vörn, og ver um leið íslenska samborgara sína með því að segja að allir hafi viljað trúa lyginni sem gefur til kynna hvernig hinn almenni borgari kallaði atburðina yfir sig með aðgerðarleysi og sjálfsblekkingu: „Þau vildu samt trúa því, reyni ég að verjast og Jackie þagnar, hugurinn á fullu og ég óttast að hún sé að kokka uppreisn gegn mér, gegn upplogna heiminum.“ (49) Líkindin á milli góðærisblekkingar og lygavefa Jennu gefa til kynna að hún sjálf nálgist einhvers konar hrun eða afhjúpun sem neyðir hana til að horfast í augu við fortíðina og gera hana upp. Lýsingar Jennu á blekkingaleik góðærisamfélagsins endurspegla hennar eigin ímyndarsköpun og leik með sjálfsmynd, eins og áður sagði, kristallast í frásagnargerð verksins. Hægt og rólega viðurkennir Jenna lygarnar, sem eru fjöl- margar og marglaga. Þegar Jenna viðurkennir lygarnar fyrir lesandanum gerir hún lesandann samsekan sér og skapar ákveðið samkomulag: að hún ljúgi að öllum nema lesandanum. Þetta myndar ákveðin tengsl eða samlíðan á milli lesanda og sögumanns, og kortleggur ákveðið kerfi sem lesandinn telur að liggi verkinu til grundvallar: Jenna lýgur að öllum nema lesandanum sem verður að trúnaðarmanni hennar og fylgist með lygunum, er meðvitaður um þær. Þegar líður hins vegar á frásögnina kemst lesandinn að því að Jenna hefur einnig leitt hann í gildru með því að blekkja hann og ljúga til um ýmsar útgáfur af lífi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.