Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 23

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 23
VERA KnÚTSDóTTIR 28 hennar í Bandaríkjunum, sem hún svo síðar í frásögninni viðurkennir að séu ekki réttar og eigi sér raunar ekki stoð í raunveruleika söguheimsins.58 Í fyrrnefndri grein greinir Guðrún Lára hvernig lygar Jennu vinna gegn samlíðun lesandans og hvernig þær skapa ákveðið rof í sambandi lesandans við frásögnina.59 Jenna byrjar á að lýsa því hvernig hún hafi flúið fjölskyldu sína til Bandaríkjanna, hafi hitt mann úr góðri og efnaðri fjölskyldu og gifst honum, en síðar skilið og lifi nú á launum frá honum. Síðar viðurkennir hún að hafa gifst öðrum manni, glæpamanni sem hún hitti þegar hún vann sem strippari. Hún segir frá því lífi en viðurkennir svo þrjátíu síðum síðar eða svo að það sé uppspuni frá rótum, að hún hafi aldrei verið gift, en eignast Jackie með gömlum kærasta sem gafst upp á lygasýki hennar og yfirgaf hana. Uppbygging skáldsögunnar er því á þá leið að sögumaðurinn skapar sögu sem fylgir nákvæmri atburðarás sem lesandinn á að taka sem trúanlega, en hún síðar viðurkennir að sé byggð á lygi. Lesandinn er því í vafa um söguna sem hann er að lesa, og ekki síður um sögumanninn sem matreiðir frásögnina ofan í hann. Þessi frásagnargerð skapar framandgervingu í leshætti verksins, sem lýsir því hvernig lesandanum bregður illilega í brún þegar hann uppgötvar að Jenna hefur svikið hann og gengið á bak samkomulaginu sem hún gerði við hann í upphafi. Í seinni hluta sögunnar kemur fram að Jenna hafi skráð sig í ritlist við Háskóla Íslands, sem bendir til að frásagnir hennar af upplognu lífi og ímynd séu ritæfingar hennar úr náminu. Þetta ferli gefur verkinu ákveðið metavægi og vekur upp þá spurningu hvort að Hvítfeld sé frekar sjálfsaga (e. metafictional novel) en fjölskyldusaga; það er saga sem sífellt vísar í tilurð sína og sköpunarsögu.60 Um leið varpar það ljósi á stöðu lesandans sem þátttakanda í frásögninni og um leið þátttakanda í hrunsamfélaginu. Þessi tvíbenta staða lesandans er ítrekuð í gegnum gægjusýningu í sögunni. Þegar Jenna segir lesandanum frá lífi sínu sem strippari lýsir hún nákvæmlega gægjusýningunum (e. peep show) sem hún fékk borgað fyrir að stunda og köll- unum sem komu og fylgdust með henni: „Ég snerti sjálfa mig án þess að langa sérstaklega til þess, fróaði mér vélrænt fyrir framan þá og fann hvernig kerfið brást ósjálfrátt við, eins og vél algerlega úr tengslum við hugann sem stöðugt rak sig á sama hryllinginn. Vegna þess að vitneskjunni um klefann hinum megin við 58 Guðrún Steinþórsdóttir beitir orðinu „samlíðan“ til að þýða hugtakið „empathy“ og út- skýrir hvernig orðið er notað um „innsýn manna í og skilning á tilfinningum og líðan annarra“; Raunveruleiki hugans er ævintýri: Um valdar sögur Vigdísar Grímsdóttur, einkenni þeirra og viðtökur, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2021, bls. 51. 59 Guðrún Lára Pétursdóttir, „Úps, ég gerði það aftur“, bls. 207. 60 Sjá til dæmis hvernig Jón Karl Helgason fjallar um hugtakið „metafiction“ og mögulegar þýðingar þess í greininni: „Deiligaldur Elíasar: tilraun um frásagnarspegla og sjálfgetinn skáldskap“, Ritið 3/2006, bls. 101–130.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.