Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 24

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 24
SJÁLfSMYnD OG óKEnnILEIKI Á TÍMUM fJÁRMÁLAHRUnS 29 spegilinn fylgdi hryllingur.“ (79) Atriðið minnir á gægjusýningu á öðrum mikil- vægum stað í bókmenntahefðinni, nánar tiltekið í verki Elfriede Jelinek, Píanó- kennaranum, frá árinu 1983. Jelinek er austurrískur höfundur sem hlaut nóbels- verðlaunin í bókmenntum fyrir verk sín árið 2004. Hún er þekktust fyrir róttæka samfélagsgagnrýni sem beinir spjótum sínum að þeim tvískinnungshætti sem einkennir hámenningarsamfélagið í Vínarborg. Í verkinu er klám og gægjusýn- ingu lýst gaumgæfilega sem, eins og í Hvítfeld, skapar ákveðna framandgervingu og varpar ljósi á stöðu lesandans sem óvirks gægis, og um leið passífs samfélags- þegns, sem lætur tvískinnungshátt samfélagsins yfir sig ganga og tekur jafnvel þátt í honum. Gægjusýningin dregur fram ókennileikann í frásagnargerðinni og skapar sérstaka, jafnvel ankannalega, lestrarupplifun. Það sama má segja um lygavef Jennu og falskar sjálfsmyndir sem minna á hugmyndina um tvífarann (e. the double). freud skilgreinir tvífarann, eða „the doppelgänger“, sem áhrifamikið minni í fagurfræði hins ókennilega, og útskýrir hvernig hann birtist sem fyrir- boði um dauða eða endalok söguhetjunnar.61 Tvífarinn lýsir því þegar söguhetja hittir fyrir einhvern sem hefur rænt sjálfsmynd hennar og endurspeglar hvernig hið þekkta sjálf verður óþekkt og ókennilegt. Þessa skilgreiningu má heimfæra á lestrarferlið í Hvítfeld; Jenna er sögumaður og segir sögu sína í fyrstu persónu sem gefur til kynna ákveðna nánd við lesandann. Sú nánd er aftur á móti rofin þegar kemur í ljós að hún hefur logið til um sjálfa sig og sögu sína. Með öðrum orðum verður hinn þekkti og kunnuglegi sögumaður (hið þekkta sjálf) óþekktur og um leið ókennilegur, sem skapar óvissu og óskýrleika í öllu lestrarferli verksins. Tví- faraminnið í Hvítfeld birtist einnig sem fyrirboði um endalok eða eyðileggingu, og gefur til kynna hvernig blekkingarleikir Jennu eru komnir í þrot og hvernig glæst ímyndin er fallin af stalli sínum, sem kallast svo aftur á við samfélagsástandið á ritunartíma verksins, efnahagshrunið sem leiddi til hruns góðærisblekkingarinnar sem kjarnast svo eftirminnilega í ímynd útrásarvíkingsins. óhugnaður verksins er enn fremur rammaður inn með rými og undarlegum heimilum sem endurspegla melankólískt fjölskyldulíf. Þrátt fyrir að húsin í sögu Kristínar einkennist ekki af draugagangi á sama hátt og húsin í hrollvekjum Yrsu, má lýsa þeim sem reimdum í vissum skilningi og ásóttum af niðurbældum minningum og leyndarmálum. Þessi hús hýsa ekki hefðbundið fjölskyldulíf sem einkennist af hlýju og öryggi, heldur einmanaleik og einangrun. Um leið gefa þau til kynna hvernig fjölskyldumeðlimir erfa bælingu og leyndarmál for- feðranna í gegnum rýmið sem hefur afdrifaríkar afleiðingar fyrir sjálf þeirra og sjálfsmyndir. Connan dregur fram tengsl milli hins ókennilega heimilis og sjálfs- myndar á eftirfarandi hátt: 61 Sigmund freud, „Hið óhugnanlega“, bls. 212.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.