Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 26
SJÁLfSMYnD OG óKEnnILEIKI Á TÍMUM fJÁRMÁLAHRUnS
31
gotnesku stefin í hrollvekju Yrsu. Hér er draugagangurinn aftur á móti gefinn
til kynna með söfnunaráráttu sem endurspeglar óheilbrigða tengingu við for-
tíðina og sýnir hvernig amma og afi Jennu geta ekki sleppt takinu á því sem er
liðið. Svo viðist sem nostalgísk þráin byrgi þeim sýn á það sem er fyrir framan
þau í samtímanum. Rétt eins og draugurinn, sem ásækir húsið í hrollvekjunni,
og gerir rými þess fjandsamlegt þeim sem þar dvelja, vinnur æskuheimili Huldu
gegn henni, verður bæði heilsuspillandi og skemmandi fyrir sjálfsmynd hennar.
Æskuheimili Magnúsar, föður Jennu, er aftur á móti allt annað en subbulegt
því það hefur yfir sér borgarlegan brag, endurspeglar velmegun og stendur við
Ægissíðu, eina af heldri götum bæjarins:
Heima hjá Magnúsi er allt svo hreint og skipulagt að ef maður henti
einhverju í gólfið væri það mjög áberandi. Meira að segja herbergi
Magnúsar er óaðfinnanlegt vegna þess að honum er skipað að þrífa
það að minnsta kosti einu sinni í viku. Mamma hans stendur þá yfir
honum og leyfir honum ekki að hætta fyrr en allt glansar. (207)
Lýsingin á heimilinu gefur til kynna að Magnús sé alinn upp við ákveðið eftirlit
og hræsni. foreldrar hans eru til að mynda listunnendur og gefa fé til aðstoðar
bágstöddum í þriðja heiminum, en eru um leið útlendingahatarar sem líta niður
á listamenn sem lifa á listamannalaunum frá ríkinu. Þá er heimilislífinu lýst sem
kuldalegu þar sem Magnús þarf að hlusta á stöðugar aðfinnslur og á einum
stað er jafnvel ýjað að því að móðir hans hafi áreitt hann kynferðislega. Heimili
Magnúsar kallast sterklega á við hugmyndina um das unheimliche; um heimilið þar
sem allt virðist í góðu lagi á yfirborðinu en vandamál og erfiðleikar fjölskyldunn-
ar liggja undir niðri. Magnús lærir ungur að árum að loka augunum gagnvart
vandamálum, flýja þau og fela. Þessar lýsingar á hreinu umhverfi og bælingu
endurspegla eftirfarandi skilgreiningu Connan á ókennilegu heimili: „Þrátt fyrir
hversdagsleika á yfirborðinu, er hinn uppdregni heimur á skjön og afskræmdur
með lágstemmdum hætti. Kunnuglegir hlutir og einstaklingar fá á sig furðuleg
einkenni. Dregin er upp mynd af heimili fjölskyldunnar sem vettvangur leyndar-
mála og fjandskapar.“64 Þessa tegund fjölskyldulífs erfir Jenna þegar fjölskylda
hennar erfir húsið við Ægissíðuna og flytur þangað inn.
Í samtali við fréttatímann segir Kristín að fjölskyldan í Hvítfeld spegli sam-
64 „Despite its surface banality, the depicted world often strays from a familiar delinea-
tion by undergoing a series of subtle distortions. familiar objects and individuals are
endowed with strange characteristics. family homes are portrayed as domains of secrecy
or hostility.“ Daisy Connan, Subjects Not-at-home, bls. 10. Þýðing mín.