Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 26

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 26
SJÁLfSMYnD OG óKEnnILEIKI Á TÍMUM fJÁRMÁLAHRUnS 31 gotnesku stefin í hrollvekju Yrsu. Hér er draugagangurinn aftur á móti gefinn til kynna með söfnunaráráttu sem endurspeglar óheilbrigða tengingu við for- tíðina og sýnir hvernig amma og afi Jennu geta ekki sleppt takinu á því sem er liðið. Svo viðist sem nostalgísk þráin byrgi þeim sýn á það sem er fyrir framan þau í samtímanum. Rétt eins og draugurinn, sem ásækir húsið í hrollvekjunni, og gerir rými þess fjandsamlegt þeim sem þar dvelja, vinnur æskuheimili Huldu gegn henni, verður bæði heilsuspillandi og skemmandi fyrir sjálfsmynd hennar. Æskuheimili Magnúsar, föður Jennu, er aftur á móti allt annað en subbulegt því það hefur yfir sér borgarlegan brag, endurspeglar velmegun og stendur við Ægissíðu, eina af heldri götum bæjarins: Heima hjá Magnúsi er allt svo hreint og skipulagt að ef maður henti einhverju í gólfið væri það mjög áberandi. Meira að segja herbergi Magnúsar er óaðfinnanlegt vegna þess að honum er skipað að þrífa það að minnsta kosti einu sinni í viku. Mamma hans stendur þá yfir honum og leyfir honum ekki að hætta fyrr en allt glansar. (207) Lýsingin á heimilinu gefur til kynna að Magnús sé alinn upp við ákveðið eftirlit og hræsni. foreldrar hans eru til að mynda listunnendur og gefa fé til aðstoðar bágstöddum í þriðja heiminum, en eru um leið útlendingahatarar sem líta niður á listamenn sem lifa á listamannalaunum frá ríkinu. Þá er heimilislífinu lýst sem kuldalegu þar sem Magnús þarf að hlusta á stöðugar aðfinnslur og á einum stað er jafnvel ýjað að því að móðir hans hafi áreitt hann kynferðislega. Heimili Magnúsar kallast sterklega á við hugmyndina um das unheimliche; um heimilið þar sem allt virðist í góðu lagi á yfirborðinu en vandamál og erfiðleikar fjölskyldunn- ar liggja undir niðri. Magnús lærir ungur að árum að loka augunum gagnvart vandamálum, flýja þau og fela. Þessar lýsingar á hreinu umhverfi og bælingu endurspegla eftirfarandi skilgreiningu Connan á ókennilegu heimili: „Þrátt fyrir hversdagsleika á yfirborðinu, er hinn uppdregni heimur á skjön og afskræmdur með lágstemmdum hætti. Kunnuglegir hlutir og einstaklingar fá á sig furðuleg einkenni. Dregin er upp mynd af heimili fjölskyldunnar sem vettvangur leyndar- mála og fjandskapar.“64 Þessa tegund fjölskyldulífs erfir Jenna þegar fjölskylda hennar erfir húsið við Ægissíðuna og flytur þangað inn. Í samtali við fréttatímann segir Kristín að fjölskyldan í Hvítfeld spegli sam- 64 „Despite its surface banality, the depicted world often strays from a familiar delinea- tion by undergoing a series of subtle distortions. familiar objects and individuals are endowed with strange characteristics. family homes are portrayed as domains of secrecy or hostility.“ Daisy Connan, Subjects Not-at-home, bls. 10. Þýðing mín.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.