Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 27
VERA KnÚTSDóTTIR
32
félagið: „Svava Jakobsdóttir sagði að fjölskyldan væri hornsteinn samfélagsins og
þegar maður fjallar um fjölskyldur þá er maður að endurspegla samfélagið. Ég
hafði þetta svolítið að leiðarljósi og hugsaði um fjölskylduna sem mynd af sam-
félaginu.“65 Þessi speglun fjölskyldunnar og samfélagsins er ítrekuð á nokkrum
stöðum í verkinu. Til dæmis þegar Jenna útskýrir hvaða áhrif hrunið hafði á
fjölskyldu þeirra:
Amma þín átti ekkert þannig að hún tapaði heldur engu. Svo er hún
ríkisstarfsmaður þannig að hún hélt vinnunni. Afi þinn og Petra töp-
uðu engu vegna þess að langafi þinn varaði þau við svo að þau komu
eignum sínum og sparnaði undan í tæka tíð. (49)
ólík áhrif hrunsins á fjölskyldumeðlimi vitna um hvernig fjölskyldan virkar eins
og þverskurður af samfélaginu þar sem hver og einn táknar ólíkan hóp íslensks
hrunsamfélags sem hver upplifði atburðina með mismunandi hætti. Sumir, til
dæmis almennir ríkisstarfsmenn eins og móðir Jennu, tóku lítinn þátt í góðærinu,
og finna því ef til vill ekki beint fyrir áhrifum efnahagshrunsins á eigin fjár-
hag, en auðvitað óbeint í gegnum verðbólgu og hækkun húsnæðislána, að ekki
sé minnst á það félagslega ástand og andrúmsloft sem skapaðist á hruntímum.
Aðrir hópar, eins og þeir sem tilheyra elítu, rétt eins og faðir Jennu sem er úr
Hvítfeld fjölskyldunni, bjuggu svo vel að fá aðvaranir í aðdraganda hrunsins og
gátu því gert ráðstafanir með fé og eignir.
Í ljósi hugmynda um sjálfsmynd og ímyndarsköpun verður fjölskylda Jennu
einnig að táknmynd fyrir íslenskt samfélag á hruntímum. föðurætt hennar,
Hvítfeld ættin, er úr efri lögum samfélagsins og byggir ættarstolt sitt meðal ann-
ars á þeirri goðsögn að afi Jennu hafi barist berum höndum við ísbjörn og drepið
hann, og þess vegna hafi hann tekið upp nafnið „Hvítfeld“ sem endurspeglar
einnig kynþátt fjölskyldunnar og litarhátt. Jenna segir að afi hennar hafi gengist
upp í því að segja svipaðar glæsisögur um ættmenni sín með það að leiðarljósi að
gera Jennu ljóst að hún sé af yfirburðafólki: „Afi segir margar ámóta sögur. Þær
eru allar af ættmennum okkar, yfirburðum þeirra, hugdirfsku og myndugleika.“
(9) Jenna elst þar af leiðandi upp við strangt feðraveldi og við þá kröfu að hún
lifi í samræmi við þá ímynd sem afinn hefur skapað fjölskyldunni. Þetta er sterka
hlið fjölskyldunnar, sem virðist hafa yfirhöndina, en amma hennar er af öðrum
stigum þjóðfélagsins og af fólki sem afinn kallar subbulýð: „Amma státar hins
65 „Búin að vera saman til æviloka“, Kristín Eiríksdóttir í viðtali við Fréttatímann, helgin
14. til 16. desember 2012, sótt 8. maí 2023 af https://timarit.is/page/5857621?iabr=-
on#page/n51/mode/2up/search/Hv%C3%ADtfeld%20fj%C3%B6lskyldusaga.