Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 55
SuNNA DÍS JeNSDóTTIR
60
ógn af börnum þar sem þau hafa óspillta sýn á samfélagið vegna sakleysis þeirra,
reynsluleysis og einfeldni.70 Faðir Nonna reynir að vera eins mikið fjarverandi og
hann getur og móðirin vill helst verja dögum sínum í rúminu ótrufluð. Þess á milli
kvarta þau yfir aðstæðum sínum við aðra eða rífast sín á milli í áheyrn Nonna, sem
er neitað um að öðlast raunverulegan skilning á vanlíðan foreldranna.71
Sýn hans takmarkast við þær brotakenndu upplýsingar sem honum berast úr
umhverfinu og óvissan veldur því að hann telur sig veikan á geði þegar skrímsli
blokkarinnar fer að ónáða hann á kvöldin. „Heldurðu að ég sé geðveikur,
pabbi?“ (85) spyr Nonni og leitar lausna í því sem hann þekkir. „Kannski… get
ég fengið svona pillur, eins og mamma notar“ (85) stingur hann upp á en faðirinn
segir ekki vera þörf á því. Það reynist foreldrunum of sársaukafullt að gera sér
grein fyrir afleiðingunum sem heimilisaðstæðurnar hafa á Nonna og því reynir
faðir hans að bæla niður þær tilfinningar sem samtalið vekur upp. Þegar Nonni
spyr næst: „er ég þá ekki eins og mamma?“ (86) kemur bælingin skýrt fram í við-
brögðum og líkamstjáningu föðurins sem svarar syni sínum ekki; herpir saman
munninn, pírir augun og segir honum svo einfaldlega að fara að sofa.72
70 Dani Cavallaro, The Gothic Vision. Three Centuries of Horror, Terror and Fear, London: Cont-
inuum, 2002, bls. 135.
71 Í þessu samhengi er vert að minnast á grein Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur „„Á tímum
VARANLeGRA ÁSTARSORGA“. Ástin, dauðinn og lesandinn í þremur skáldsögum
eftir Steinunni Sigurðardóttur“ sem birtist í greinasafni hennar og Guðna elíssonar, Hef
ég verið hér áður? Skáldskapur Steinunnar Sigurðardóttur, sem kom út hjá Háskólaútgáfunni árið
2011. Þar fjallar Alda um ástina í þremur verkum eftir Steinunni og þar á meðal ástar-
sorgir fjarlægra foreldra í skáldsögunni Sólskinshestur. Frásögnin er nokkurs konar uppgjör
aðalsögupersónunnar Lillu og líkt og í Börnunum í Húmdölum eru gotnesk einkenni notuð
til þess að auka á óhugnað frásagnarinnar. Foreldrar Lillu eru of upptekin af eigin harmi
og fortíð til þess að veita henni það atlæti sem hún þarfnast sem veldur vissu persónu-
leikaleysi hjá henni. Þetta rímar við óöryggi Nonna sem til að mynda öðlast ekki mátt yfir
hugarafli sínu fyrr en í lokabardaga barnanna í verki Jökuls. Saga þeirra Lillu og Nonna
kallast á enda eiga þau það sameiginlegt að fá ekki nægilega hlutdeild í lífi foreldra sinna.
Guðrún Steinþórsdóttir tekur þennan þátt í verki Steinunnar til umræðu í eftirmála að
nýrri endurútgáfu skáldsögunnar þar sem segir: „Sólskinshestur er ein mikilvægasta skáld-
saga Steinunnar enda fjallar hún um málefni sem kemur öllum við; nauðsyn þess að
vernda og virða börn. Í verkinu er einkar vel dregið fram hversu mikil áhrif vanræksla í
æsku getur haft á líf einstaklings um leið og minnt er á hversu vandlega falið samfélags-
meinið er. Hryllingur sögunnar er lúmskur enda felst hann fyrst og fremst í afleiðingum
þess að gera ekki neitt; bæði með tilliti til foreldranna sem láta afkvæmi sín algjörlega
afskiptalaus og samfélagsins sem sefur á verðinum og bregst börnum sem þurfa á hjálp
að halda.“ Guðrún Steinþórsdóttir, „Sólmyrkvi af mannavöldum“, bls. 204–205.
72 Líkamleg viðbrögð föðurins gefa í skyn innri baráttu hans og sársauka vegna þeirrar
bælingar sem á sér stað. Siðferðisvitund hans gerir honum kleift að átta sig á því að
vandi sonarins er kominn til vegna ófullnægjandi aðstæðna inni á heimilinu en viður-
kenning á því er of sársaukafull fyrir hann að takast á við. Báðir foreldrarnir hafa bælt