Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 59
SuNNA DÍS JeNSDóTTIR
64
kallast á við skömmina, sársaukann og einsemdina sem þolendur kynferðislegs
ofbeldis ganga í gegnum og ógn slíkra örlaga vofir yfir Eydísi í senunni sem við
tekur. Kraftarnir sem skrímslið hefur veitt henni gera það þó að verkum að hún
getur tjáð sársaukann sem Ragnar veldur henni og náð fram hefndum líkt og sjá
má í eftirfarandi lýsingu:
eydís settist öskrandi upp á hnén í rúminu. […] Ragnar lyfti höfðinu
og greip ringlaður um eyrun á sér. eydís sá að hann var líka byrjaður
að öskra þótt hún heyrði það ekki. Andlitið á honum var eldrautt og
augun galopin, full af skelfingu. Hún þyrlaði glerbrotunum af gólfinu
og upp í loftið. Þau hvirfluðust í kringum Ragnar og rifu hold hans.
[…] Höfuðið á Ragnari var svo rautt og þrútið […]. Augun stóðu
út úr andlitinu og tungan lafði út úr munninum. […] Hann þrýsti
höndunum enn að eyrunum og æðarnar þöndust út bæði á enni hans
og hálsi. Skyndilega sprakk hausinn á Ragnari með háum hvelli […]
(241).
Glerbrotin sem skerast í Ragnar minna á þyrnana sem skaða prinsinn í ævin-
týrinu og svipta hann sjóninni. Í örvæntingarfullri tilraun reynir hann að loka úti
tortímandi óp eydísar en sársaukafullt ákall hennar eftir björgun verður honum
um megn og tætir hann í sundur. Þjáningin sem Ragnar gengur í gegnum reyn-
ist táknræn fyrir sársauka barnanna og örvinglun eydísar afhjúpar varnarleysi
þeirra. Þessi atburður í skáldsögunni endurómar að vissu leyti þá flóðbylgju þol-
endafrásagna, sem kallast á við öskur eydísar, sem síðar á öldinni brutust fram í
samfélagslegri umræðu og lögðu grunninn að #MeToo-byltingunni.78
Sögur eydísar, Brynju, Nonna og Gunnlaugar eru ólíkar að mörgu leyti
en þær eiga það sameiginlegt að endurspegla einhvers konar mein innan sam-
félagsins sem veldur börnum sársauka og óhamingju sé ekki horfst í augu við
sannleikann. Í verkinu má finna fleiri frásagnir af börnum blokkarinnar sem
leiða í ljós margvíslegar birtingarmyndir vandans sem vanræksla og höfnun geta
brúða og börnin] voru oft hungruð: Á veturna olli kuldinn því að þau urðu nánast úti,
og á sumrin sveið þau brennandi sólin. Sama rit, bls. 61. Þýðing mín, upprunalegur
texti: They were often hungry: in the winter they nearly perished of the cold, and in the
summer they were scorched by the burning sun.
78 Dagný Kristjánsdóttir vekur til að mynda athygli á þessu í grein sinni þar sem hún segir
að hin hræðilegu mál, sem í ljós komu þegar umræðan um kynferðisofbeldi opnaðist að
fullu, hafi vakið og eflt „þá reiði og réttlætiskennd sem leiddi meðal annars til #MeToo
byltingarinnar og kröfunnar um að ekkert skyldi undan skilið, ofbeldismenn skyldu af-
hjúpaðir og látnir svara til saka.“ „Sögur af börnum“, bls. 18.