Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 64
KVIðRISTARINN Í KAUPMANNAHÖFN
69
mannahöfn í leit að morðingja sem virðist í fyrstu einkum fýsa í Íslendingablóð. Í
greininni verður einnig skoðað hvernig íslenskt samfélag lítur út sem vettvangur
raðmorða. Áður en haldið er í þá vegferð og skáldverk Sölva Björns rætt ber þó
að varpa ljósi á fyrirbærið raðmorð og aðilana sem fremja þau.
Bara „ósköp hversdagslegir meðaljónar“
Flest ættu að hafa einhverjar hugmyndir um það hvað raðmorðingi er þar sem
þessi tiltekna tegund misindismanna er býsna áberandi í vestrænni dægurmenn-
ingu, einkum sjónvarpsþáttum og afþreyingarbókmenntum á borð við glæpasög-
ur og hrollvekjur. Sumir raðmorðingjar hafa einnig öðlast mikla frægð og orðið
eins konar stjörnur. Í því skyni hafa gjörðir þeirra orðið að innblæstri skáldsagna
og kvikmynda, svo ekki sé talað um alla heimildarþættina og -bækurnar sem
skrifaðar hafa verið um þá. Það ber þó að varast ímyndirnar sem dregnar eru
upp í sögum um raðmorðingja því þótt raunverulegir hrottar séu iðulega notaðir
sem fyrirmyndir, bæði í sögulegum frásögnum og skálduðum, á sér jafnan stað
einhver bókmenntaleg úrvinnsla eða goðsagnagerð. Líkt og bókmenntafræðing-
urinn Philip L. Simpson nefnir í riti sínu um bandarískar raðmorðingjafrásagnir
þá standast höfundar yfirleitt ekki þá freistingu að gera morðingja tilkomumikla.
Geðlæknirinn og mannætan dr. Hannibal Lecter úr skáldsögum Thomas Harris
vottar ágætlega um það hvernig raðmorðingjar í bókmenntum og kvikmyndum
eru alla jafnan gerðir framandi og spennandi. Þeir eru iðulega mun glæsilegri,
greindari eða sjúklegri en raunveruleg starfssystkini þeirra. Eins eru hvatir skáld-
aðra morðingja oft háleitar, hafa djúpa menningarlega skírskotun eða morðun-
um er fundin réttlæting sem getur vakið siðferðislegar spurningar. Gjörðir þeirra
eru að sama skapi hnitmiðaðar eða drápin snilldarlega útfærð. Algengar birt-
ingarmyndir raðmorðingja í sögum eru til dæmis; þjáði listamaðurinn, bragða-
refurinn/snillingurinn, karlmannlega hetjan/riddarinn, djöfullegi böðullinn og
trúarlegi ofstækismaðurinn.6 Í nýlegu yfirlitsriti, Killer Data. Modern Perspectives on
6 Philip L. Simpson, Psycho Paths. Tracking the Serial Killer Through Contemporary American Film
and Fiction, Carbondale og Edwardsville: Southern Illinois University Press, 2000, bls.
20–25. Sem dæmi um þjakaða listamanninn mætti nefna ilmvatnsgerðarmorðingjann
Jean-Baptiste Grenouille úr skáldsögunni Ilmurinn (1985) eftir Patrick Süskind. Dr.
Hannibal Lecter er eitt besta dæmið um snillinginn. Þá er John Doe úr kvikmyndinni
Seven (1995) sömuleiðis býsna klókur og útfærir morð sín snilldarlega eða í samræmi
við dauðasyndirnar sjö sem gerir hann einnig að trúarlegum morðingja. Joe Goldberg
úr You-skáldsögum Caroline Kepnes er ágætt dæmi um karlmannlegu hetjuna. Nánast
alla slægjumorðingja (e. slasher movie killer) mætti svo túlka sem djöfullega refsivendi, svo
sem Michael Myers úr Halloween kvikmyndunum eða Jason Voorhees í Friday the 13th
bálknum.