Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Qupperneq 72
KVIðRISTARINN Í KAUPMANNAHÖFN
77
þeim skilgreiningum sem hafa orðið til í samtímanum varðandi ólíkar
manngerðir, gerum til dæmis ráð fyrir því að morðingjar endur fyrir
löngu hafi verið raðmorðingjar þegar hugtakið og þekkingin um at-
hæfið var ekki til.28
Um þá afstöðu að raðmorðingjar séu sérstakt afsprengi nútímans eru vissulega
skiptar skoðanir. Út frá sjónarmiði Haggerty verður einnig ljóst að hinn alræmdi
Axlar-Björn sem hingað til hefur verið kallaður fyrsti og eini raðmorðingi Ís-
landssögunnar er í sjálfu sér ekki slíkur. Samkvæmt Haggerty hefur raðmorðing-
inn ákveðna persónugerð sem felur í sér vissa afstöðu, sjálfsvitund og verufræði
sem mótast í nútímanum við tiltekin menningarleg og félagsleg skilyrði sam-
hliða því sem athæfið er skilgreint og meðal annars fjallað um það í fjölmiðlum.
Slíkt samhengi hefur Björn Pétursson frá Öxl á Snæfellsnesi vitaskuld ekki haft
á 16. öld þegar hann framdi glæpi sína. Raðmorðingjahugtakið var þá ekki til
og heldur ekki sú ímyndasköpun sem hefur átt sér stað í dægurmenningunni
á Vesturlöndum í nútímanum þar sem raðmorðingjar hafa orðið að goðsagn-
kenndum fígúrum sem ýmsir heillast af og vilja jafnvel feta í fótsporin á. Eða svo
aftur sé gripið til orða Haggerty: „Í samfélögum fyrir tíð nútímans var sú gjörð
að myrða í röð eitthvað sem einhver gerði, í dag er raðmorðinginn aftur á móti eitthvað
sem hægt er að vera í sjálfu sér.“29
Þá nefnir Haggerty sex atriði sem einkenna glæpinn og eru um leið skilyrt af
hinum sögulega nútíma á Vesturlöndum sem hófst með iðnbyltingunni um 1800
og hefur allar götur síðan einkennst af auknu trúleysi, einstaklingshyggju og
kapítalisma svo fátt eitt sé nefnt. Eru þau eftirfarandi: (1) Fjölmiðlar og frægðar-
menningin sem hefur skapast innan þeirra þar sem frægðin er skilgreind eftir-
28 Kevin Haggerty, „Modern serial killers“, Crime Media Culture 2/2009, bls. 168–187, hér
bls. 171. Þýðing og skáletrun mín. Á frummálinu hljómar tilvitnunin á þessa leið: „Serial
killing is contextual, and any biological predispositions, individual desires or personal
pathologies that might play a role in motivating killers or shaping their actions are con-
ditioned by larger structural factors. Most of the characteristic attributes related to the
dynamics of serial killing are unique to modern societies. While people have probably
always killed others sequentially, 500 years ago it was not possible to be a serial killer as
many of the forces which give serial murder its particular shape, rationalizations, oppor-
tunity structures and ideational frameworks are characteristically modern. We engage in
a form of ontological slippage when we work backwards, imposing our contemporary
classifications of types of people on historical figures, assuming, for example, that long-
ago murderers were really serial killers operating avant la lettre.“
29 Kevin Haggerty, „Modern serial killers“, bls. 175. Þýðing og skáletrun mín. Á ensku
hljómar tilvitnunin á þessa leið: „whereas in pre-modern societies killing sequentially
might have been something that someone did, today a serial killer is something that
someone can be.“