Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 78

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 78
KVIðRISTARINN Í KAUPMANNAHÖFN 83 dráp á landsbyggðinni en bækur Sölva og Þórarins eiga það sameiginlegt að sjálf pestin er í bakgrunni. Bæði verkin voru enda skrifuð í faraldrinum og má meðal annars túlka þau sem listrænt viðbragð höfunda við ástandinu þar sem að mörgu leyti hliðstætt fyrirbrigði veirunnar, raðmorðinginn, er notaður til þess að lýsa „kófinu“ eins og þetta ískyggilega tímabil var gjarnan kallað hérlendis. Frásögn Þórarins er samtímaleg og gerist um það leyti sem kórónuveiran nemur land en í Kóperníku eru aðstæður staðfærðar. Sagan á sér stað í Kaupmannahöfn á ofan- verðri 19. öld, nánar tiltekið haustið 1888 þegar sýfilisfaraldur geisar í borginni og raðmorðingi gengur laus. Rétt eins og hin agnarsmáa og dularfulla veira (baktería í tilviki sýfilis) sem ryður sér leið inn í samfélagið, getur leynst hvar sem er, búið í hverjum sem er og hrifsar hvert lífið á fætur öðru, er raðmorðinginn einnig ósýnilegur í margmenninu, drepur samviskulaust, hnitmiðað og heldur borgarbúum í heljargreipum óttans, í eins konar kófi: Á ofanverðri 19. öld var uppi í Kaupmannahöfn svo óskammfeilin manneskja að jafnvel slyngasta fólk á snærum yfirvalda reyndist vand- sótt að leita hana uppi. Var það raunar álit sumra að valdhafarnir sýndu úrvinnslu þessa sakamáls takmarkaðan áhuga og var ástæðan talin sú að illvirkinn kynni tæplega að koma úr röðum hnífalubba og götuþorpara heldur væri næturstaðar hans fremur að leita undir einum af betri þökum borgarinnar. Ekki skal fullyrt um það hér hvort þessar vangaveltur hafi reynst skynsamlegar þá mánuði sem morðaldan gekk yfir en hitt er hafið yfir vafa að handbragð ódæðismannsins líktist í engu fálmkenndu poti ræsisbófanna heldur beitti hann lærðustu að- ferðum við að svipta samborgara sína lífi (17). Víðast hvar var tekið hart á Covid faraldrinum og því ætti ekki að túlka ofan- verða tilvitnun sem sneið til yfirvalda. Þá var veiran vitaskuld enginn „betri borg- ari“ með skotleyfi á fólk heldur vágestur úr frumskógum Kína, hinu fjarlægasta Austri. Hún snerti jafnframt líf allra og fór ekki í manngreinarálit. Þau valda- miklu voru í jafnbráðri hættu og þau valdaminni og aðgerðir þar af leiðandi nauðsynlegar þótt mörgum fyndist hart að frelsi sínu vegið.47 þessa verks með blaðsíðutali í svigum innan meginmáls. Baldvin Z (leikstjóri), Svörtu sandar, Reykjavík: Glassriver, 2021; Þórarinn Leifsson, Út að drepa túrista, Reykjavík: Mál og menning, 2021. 47 Ýmsir aðilar lýstu yfir óánægju sinni yfir aðgerðum stjórnvalda í faraldrinum, til dæmis stjórnmálamennirnir Brynjar Níelsson og Sigríður Andersen sem gerðu raunar lítið úr ógninni og töldu takmarkanir óþarfar. Sigríður fór þar að auki fyrir hóp sem gagnrýndi viðbrögð stjórnvalda. Sjá vefsíðuna Kófið: https://kofid.is/.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.