Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 84

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 84
KVIðRISTARINN Í KAUPMANNAHÖFN 89 staðist að siðmenntaður Breti fremdi svo villimannslega glæpi.55 Fyrrum alríkis- lögreglufulltrúinn John Douglas tekur að vísu undir það sjónarmið að morðing- inn hafi verið utanaðkomandi en kemst hins vegar að þeirra niðurstöðu með lærðari aðferðum. Í bók sinni Mindhunter. Inside the FBI’s Elite Serial Crime Unit dregur hann þá ályktun út frá upprunalegum gögnum, listum yfir grunaða og þeirri aðferðafræði sem alríkislögreglan þróaði við að greina mál af þessu tagi að Kobbi hafi verið pólskur innflytjandi að nafni Aaron Kosminski. Sá var þekktur einfari, þótti félagslega vanhæfur og að auki „kynferðislega truflaður“.56 Þetta er þó vitaskuld bara getgáta hjá Douglas og raunar ómögulegt að komast að niðurstöðu í málinu. Eins verður aldrei hægt að vita hvers vegna morðin hættu en að öllum líkindum hafa ytri þættir haft áhrif á gerandann því eins og Robert Ressler segir um sálfræði raðmorðingja þá hætta þeir yfirleitt ekki að drepa af sjálfsdáðum, eitthvað þarf til þess að stöðva þá.57 Getgáturnar um hver var að verki haustið skelfilega (e. Autumn of Terror) eins og tímabilið er gjarnan kallað í breskri sögu skipta tugum og svo margar bækur hafa verið skrifaðar um málið að nánast er hægt að tala um sérstaka bókmennta- tegund eða „vísindagrein“ (e. Rippology). Eins birtist Kobbi ítrekað í skáldskap sem persóna og er þá gjarnan stuðst við kenningarnar um hann. Ein af frægari tilgátunum um auðkenni Kobba er sú að prinsinn Albert Viktor, sonarsonur Viktoríu drottningar sem þá var við völd, hafi myrt konurnar vegna geðveilu af völdum sýfilis.58 Var þessi kenning afsönnuð nánast um leið og hún var sett fram en hugmyndin hefur engu að síður loðað við málið. Albert var reyndar þekktur glaumgosi, sagður stunda hóruhúsin í borginni og var sakaður um „kynvillu“ eða samkynhneigð sem var ólögleg í Bretlandi langt fram á tuttugustu öld. Síðar setti breski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Stephen Knight saman nýja kenn- ingu upp úr þessum hugmyndum og gaf út árið 1976 í bókinni Jack the Ripper. The Final Solution. Knight heldur því fram að raunverulegur morðingi hafi verið Sir William Withey Gull, læknir konungsfjölskyldunnar, sem hafi verið ráðinn af hirðinni til þess að myrða konurnar fimm því þær vissu um lausaleik Alberts prins. Átti hann að hafa eignast dóttur með almúgakonu og vitneskja kvennanna 55 David Schmid, Natural Born Celebrities. Serial Killers in American Culture, bls. 25. 56 John Douglas og Mark Olshaker, Mindhunter. Inside the FBI’s Elite Serial Crime Unit, London: Penguin Random House, 2017, upprunaleg útgáfa 1995, bls 398–399. 57 Robert Ressler og Tom Shachtman, Whoever Fights Monsters, bls. 32–33. 58 Þessar hugmyndir setti læknirinn Thomas E. A. Stowell fyrstur fram árið 1970. Enda þótt hann hafi ekki getið Alberts prins með beinum hætti í skrifum sínum þá þóttust menn samt sjá það í hendi sér. Síðar baðst Stowell afsökunar á skrifum sínum. Sjá Thomas E. A. Stowell, „Jack the Ripper – A Solution?“, The Criminologist 18/1970, bls. 40–51.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.