Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 98

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 98
„ÞÚ ER ENN ÞÁ LIFANDI, ÞÚ ERT ENN EkkI EINN“ 103 stund er svefnstöð heilans yfirvinnur vitsmunalífið steypir hugurinn sér alltof oft niður á drungalegar, en kunnuglegar slóðir. Þetta síðkvöld er engin undantekning. Ég ligg í rökkrinu og beini athyglinni að hjartslættinum óreglulega sem hefur plagað mig árum saman. Taktleysi lífs- dælunnar er stundum uppspretta mikilla óþæginda og ótta þó ég viti innst inni að hjartaáfall sé ekki yfirvofandi. „ó, sláðu hægt mitt hjarta“, hugsa ég þá með þökkum til Steins Steinarrs (1908–1958), „og hræðstu ei myrkrið svarta“.12 Nú er annað uppi á teningnum. Áhugasamur fylgist ég með óreiðukenndum slætti vöðvans, reyni að sjá fyrir mér hólfin fjögur, þaðan sem eitri illskunnar er þeytt til ólíkra staða í líkamanum, og óska þess heitt að hugurinn geti ýtt enn frekar undir ringulreiðina í brjóstkassanum. Ef mér á að takast ætlunarverkið verð ég á einhvern hátt að brjótast inn í mænukylfuna, koma þar fyrir vírusi sem myndi berast þaðan eftir flökkutauginni til hjartans. Þar myndi hann koma sér fyrir í taugunum sem framkalla óregluna, magna hana upp þar til vöðvinn kraftmikli springur og losar mig þannig undan álögum illskunnar sem eitraði líf mitt í Eþíópíu. Mitt í þessum sjúklega þankagangi gjóa ég augunum til eiginkonunnar og Snúlla, án þess að finna fyrir nokkurri sektarkennd. Loks bera hjartaórarnir mig á enn erfiðari slóðir sem er minn óreiðukenndi hugur. Hann er markaður af erfiðri baráttu við afleiðingar eitrunarinnar, svo sem þunglyndi, kvíða, ofsakvíða, félagsfælni, ólmhuga og sjálfsvígshugsanir. Þessi innri átök hafa leitt af sér endur- teknar spítalainnlagnir, lyfjatilraunir og raflækningar, en þá er rafstraumi hleypt á höfuðið í líknandi tilgangi. Í þessu helvíti hef ég dvalið meira og minna í rúm- lega 30 ár. Ég er fyllilega meðvitaður um neikvæð áhrif þess að velta sér upp úr fortíð- inni. Samt sem áður geysist hugurinn, eftir misheppnuðu hjartaatlöguna, stjórn- laust á þessar dimmu slóðir. Ljóslínurnar fallegu og myndirnar af börnunum mega sín lítils í baráttunni við aðdráttarafl svartholsins sem togar fastar og fastar í mig. Þegar krafturinn hefur læst í mig klónum er fátt sem getur stoppað fallið. Göngutúr úti í einmanaleika myrkursins myndi einungis hraða því að ég hyrfi endanlega handan sjónhvarfa svartholsins, sem endurspeglar þá sorglegu stað- reynd að stundum eru gönguferðirnar alls ekki líknandi. Í örvæntingu minni fæ ég augnvöðvana aftur til að beina sjáöldrunum að eiginkonunni og eineygðu andliti Snúlla. Þá sé ég óljóst gullflyksur og fínan sand, sofnaði ævinlega um leið“, segir í upphafi ljóðsins, „og hún lagði höfuðið á koddann. / Hann skildi þetta ekki“ (Gyrðir Elíasson, Draumstol, Reykjavík: Dimma, 2020, bls. 101). 12 Steinn Steinarr, „Gömul vísa um vorið“, Kvæðasafn og greinar, Reykjavík: Helgafell, 1964, bls. 88.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.