Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 98
„ÞÚ ER ENN ÞÁ LIFANDI, ÞÚ ERT ENN EkkI EINN“
103
stund er svefnstöð heilans yfirvinnur vitsmunalífið steypir hugurinn sér alltof oft
niður á drungalegar, en kunnuglegar slóðir.
Þetta síðkvöld er engin undantekning. Ég ligg í rökkrinu og beini athyglinni
að hjartslættinum óreglulega sem hefur plagað mig árum saman. Taktleysi lífs-
dælunnar er stundum uppspretta mikilla óþæginda og ótta þó ég viti innst inni
að hjartaáfall sé ekki yfirvofandi. „ó, sláðu hægt mitt hjarta“, hugsa ég þá með
þökkum til Steins Steinarrs (1908–1958), „og hræðstu ei myrkrið svarta“.12 Nú
er annað uppi á teningnum. Áhugasamur fylgist ég með óreiðukenndum slætti
vöðvans, reyni að sjá fyrir mér hólfin fjögur, þaðan sem eitri illskunnar er þeytt
til ólíkra staða í líkamanum, og óska þess heitt að hugurinn geti ýtt enn frekar
undir ringulreiðina í brjóstkassanum. Ef mér á að takast ætlunarverkið verð ég
á einhvern hátt að brjótast inn í mænukylfuna, koma þar fyrir vírusi sem myndi
berast þaðan eftir flökkutauginni til hjartans. Þar myndi hann koma sér fyrir í
taugunum sem framkalla óregluna, magna hana upp þar til vöðvinn kraftmikli
springur og losar mig þannig undan álögum illskunnar sem eitraði líf mitt í
Eþíópíu.
Mitt í þessum sjúklega þankagangi gjóa ég augunum til eiginkonunnar og
Snúlla, án þess að finna fyrir nokkurri sektarkennd. Loks bera hjartaórarnir mig
á enn erfiðari slóðir sem er minn óreiðukenndi hugur. Hann er markaður af
erfiðri baráttu við afleiðingar eitrunarinnar, svo sem þunglyndi, kvíða, ofsakvíða,
félagsfælni, ólmhuga og sjálfsvígshugsanir. Þessi innri átök hafa leitt af sér endur-
teknar spítalainnlagnir, lyfjatilraunir og raflækningar, en þá er rafstraumi hleypt
á höfuðið í líknandi tilgangi. Í þessu helvíti hef ég dvalið meira og minna í rúm-
lega 30 ár.
Ég er fyllilega meðvitaður um neikvæð áhrif þess að velta sér upp úr fortíð-
inni. Samt sem áður geysist hugurinn, eftir misheppnuðu hjartaatlöguna, stjórn-
laust á þessar dimmu slóðir. Ljóslínurnar fallegu og myndirnar af börnunum
mega sín lítils í baráttunni við aðdráttarafl svartholsins sem togar fastar og fastar
í mig. Þegar krafturinn hefur læst í mig klónum er fátt sem getur stoppað fallið.
Göngutúr úti í einmanaleika myrkursins myndi einungis hraða því að ég hyrfi
endanlega handan sjónhvarfa svartholsins, sem endurspeglar þá sorglegu stað-
reynd að stundum eru gönguferðirnar alls ekki líknandi.
Í örvæntingu minni fæ ég augnvöðvana aftur til að beina sjáöldrunum að
eiginkonunni og eineygðu andliti Snúlla. Þá sé ég óljóst gullflyksur og fínan sand,
sofnaði ævinlega um leið“, segir í upphafi ljóðsins, „og hún lagði höfuðið á koddann. /
Hann skildi þetta ekki“ (Gyrðir Elíasson, Draumstol, Reykjavík: Dimma, 2020, bls. 101).
12 Steinn Steinarr, „Gömul vísa um vorið“, Kvæðasafn og greinar, Reykjavík: Helgafell, 1964,
bls. 88.