Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 117
ÁRMaNN JakOBSSON
122
illskan er þá eins konar blettur eða galli á upphaflega góðri veru. Ekki er raunar
minnst á illskuna sjálfa í kvæðinu en í 79. vísu er minnst á „illar gjörðir“,13 og
líklega eru heldur fleiri dæmi um illar gerðir eða illa hegðun en illar manneskjur
í íslenskum miðaldatextum. En er hægt að ráða eitthvað af þessum dæmum um
viðhorf til íslenskunnar á þessum tíma?
Í 30. kafla Eyrbyggja sögu er greint frá nötulegri þróun persónuleika Þórólfs
bægifótar, föður Arnkels goða: „Hann tók nú at eldask fast ok gerðisk illr ok æfr
við ellina ok mjök ójafnaðarfullr“ og er þetta annað af tveimur dæmum um orð-
ið illur í sögunni – hitt lýsir Þórólfi líka.14 Þórólfur bægifótur verður síðar öflugur
draugur sem leggur heilan fjörð í eyði og öfugt við önnur fúlmenni sögunnar
er hann því eins konar yfirnáttúruleg vera. Það getur varla verið tilviljun að
orðið illur sé notað um svo háskalega handanheimsveru því að það kemur einnig
við sögu í öðrum þekktum draugalýsingum miðalda. Þannig eru tvær tröllslegar
verur í Laxdæla sögu sagðar illar viðureignar: Víga-Hrappur (17. kap.) og Stígandi
(38. kap.).15 Í Grettis sögu er orðið notað um drauginn Glám (34. kap.) og hina
göldróttu móður Þorbjarnar önguls (79. kap.) en raunar er Glámur einnig kall-
aður „gustillr“ og viðskotaillr“ (32. kap.).16 Þessir fimm andstæðingar eru allir
yfirnáttúrulegir á einhvern hátt, verur af því tagi sem oft eru kenndar við tröll-
skap í íslenskum miðaldatextum en þar merkir tröllskapurinn ekki síst galdrafólk
og afturgöngur.17
Þórólfur bægifótur kemur lesendum Eyrbyggju aldrei fyrir sjónir sem sérlega
geðþekkur maður en það er ellin sem gerir hann „illan og æfan“ þannig að hann
er þá líklega kominn á nýtt stig illskunnar.18 Þetta er þá ef til vill vísbending
um að þegar Þórólfur deyr (eða deyr ekki) og breytist í djöfullegan draug, þá
er það eðlilegt framhald á jarðlífi hans þar sem hann var illur fyrir dauðann og
13 Sama rit, bls. 651–652. Orðið „illar“ kemur aðeins fyrir í sumum handritum en annars-
staðar er ritað „allar gjörðir“.
14 Eyrbyggja saga, Íslenzk fornrit 4, útgáfa, Einar Ól. Sveinsson og Matthías Þórðarson,
Reykjavík, 1935, bls. 81–82.
15 Laxdœla saga, Íslenzk fornrit 5, útgáfa, Einar Ól. Sveinsson, Reykjavík, 1934, bls. 39 og
108.
16 Grettis saga, Íslenzk fornrit 7, útgáfa, Guðni Jónsson, Reykjavík, 1936, bls. 111, 117 og
250. Sjá enn fremur Torfi H. Tulinius, „Framliðnir feður. um forneskju og frásagnarlist í
Eyrbyggju, Eglu og Grettlu“, Heiðin minni. Greinar um fornar bókmenntir, ritstjórar Haraldur
Bessason og Baldur Hafstað, Reykjavík: Heimskringla, háskólaforlag Máls og menning-
ar, 1999, bls. 283–316.
17 Sbr. Ármann Jakobsson, The Troll Inside You: Paranormal Activity in the Medieval North, Punct-
um Books, 2017.
18 Sjá einnig Ármann Jakobsson, „The Specter of Old age: Nasty Old Men in the Sagas
of Icelanders“, Journal of English and Germanic Philology 104:2005, bls. 297–325.