Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 121

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 121
SIgRÍðuR ÞORgEIRSDóTTIR 126 lágkúruleg og Arendt taldi því leyniupptökur sem gerðar voru af samtölum hans um útrýmingarbúðirnar sýna mann sem af eigin hvötum hafði einbeittan vilja til að láta myrða sem flesta gyðinga. Það er hins vegar áberandi í tilfelli Eich- manns að þar kemur saman illt innræti einstaklings og djöfullegt hugmynda- og stjórnkerfi hins nasíska alræðis. Nú á tímum er í auknum mæli farið að beina sjónum að illsku stórra kerfa. Til að mynda er tæplega 60 milljörðum landdýra slátrað á heimsvísu árlega og því er mætvælaiðnaði heimsins stundum líkt við helför gegn dýrum. Loftslags- breytingar af völdum manna eiga stóran þátt í fjöldaútrýmingu og er talið að um 25.000 tegundir lífvera deyi út árlega. Ofrækt og einhæf akuryrkja hafa gert moldina örmagna og gengið er á vatnsforða jarðar hraðar en hann nær að end- urnýjast. gengið hefur verið á búsvæði villtra dýra á undanfarinni öld og er það nú ekki nema um sjötti hluti af því sem áður var. Þetta vitum við flest og lifum með því án þess að depla auga. Án þess að finna til vegna þess að við erum orðin svo vön því að lifa í vitsmunalegu misræmi. Við heyrum ekki lengur hvað þetta allt er ósamhljóma því síbylja veruleikans er ómstríður trumbusláttur ósjálfbærs hagkerfis sem hefur löngu rofnað úr tengslum við takmarkaðar auðlindir jarðar. Er þetta illska? Og hver ber þá ábyrgð á henni? Ekki er hægt að persónugera hana í manndjöflum á borð við Hitler og Stalín. Er hægt að sækja einhvern til saka fyrir illsku sem er svo yfirgripsmikil og víðfeðm að mannlegt ímyndunar- afl nær ekki einu sinni utan um hana? Mörg hver sættum við okkur við þetta misræmi sem vaxtarverki ofboðslegrar mannfjölgunar undangenginna áratuga í krafti læknavísinda, bættrar næringar, aukins hreinlætis og betri lífsskilyrða í ýmsu tilliti. Og þá kemur að hinu viðkvæðinu: Við hljótum að geta komið bönd- um á þetta ástand með grænum lausnum í hagkerfinu og þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Svo hljóta tæknin og vísindin að stuðla að jarðnæmara hagkerfi og koma í veg fyrir að við rústum jarðneskum forsendum tilvistar okkar eigin tegundar. Þótt þetta hafi lengi verið viðkvæðið er sama hvað við reynum að sannfæra okkur sjálf: Tölfræðilegar staðreyndir um ástand jarðarinnar tala ómyrku máli. Þrátt fyrir grænu lausnirnar, tækninýjungar og aukna umhverfisvitund færist sá dagur framar með hverju árinu þar sem gengið er meira á forða jarðarinnar en sjálfbært er. Við stöndum í sívaxandi vistfræðilegri skuld við það sem jörðin megnar að gefa af sér. Ef stjórnmála-hagkerfið sem við búum við er illt, hvernig er þá illsku þess haldið svo vel við að því verður trauðlega snúið til betri vegar? Það merkilega er að illska kerfisins beinist að okkur sjálfum sem mannkyni. Platon sagði að það væri verra að gera illt en verða fyrir illsku vegna þess að illvirkni sverti sálina
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.