Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 122
IllSka, græðgI, fíkn Og SaMkEnnd
127
og man þarf að lifa við sín eigin illvirki. karma er orð yfir skylda hugmynd,
en einnig synd og bæði orðin eru bundin hinu illa í einstaklingum. Nú á tímum
er illskan aftur á móti þess megnug að gera út af við líf okkar sem tegundar og
annarra tegunda í leiðinni. Þetta er kerfislæg illska sem á lítið skylt við brjálæðing
með aðgang að kjarnorkusprengjutakka. Vúha!
Hið illa í þessu kerfi – að því leyti sem það grefur undan jarðneskum for-
sendum tilvistar okkar – er að það viðheldur sjálfu sér og heldur okkur við efnið.
græðgin er olían sem heldur þessari vél gangandi. græðgin sem ágirnd í meira
fé og meiri gæði var áður fyrr talin til dauðasyndanna. Það meinlega við þessa
vél er að hún lætur okkur öll ánetjast græðginni í gegnum neyslu. græðgi ein-
kennir ekki bara ýktu gordon gekko-Wall Street týpuna sem hrópar „græðgi er
góð!“ heldur gengur allt kerfið fyrir græðgi sem ásókn í gæði. græðgi hefur alltaf
verið til en með umbreytingu framleiðslu-kapítalisma í fjármagns-kapítalisma
verður græðgin að gangverki kerfis sem verður að vaxa stöðugt út yfir sig með
endalausum hagvexti. Afnám gullfótarins klippti endanlega á það sem eftir var
af jarðtengingu peninga við efnislegar og takmarkaðar auðlindir jarðarinnar.
Síðan þá hefur græðgin í fjármagnshagkerfi heimsins leikið lausum hala yfir hyl-
dýpinu. Hagkerfi ganga út á að auka magn peninga sem felur einnig í sér að
auka magn skulda einstaklinga og ríkja og stöðugt þarf að framleiða meira til
þess að koma peningum ofur-fjármagnseigenda „í jörð“.1 Dæmi um þetta er
fjölgun álvera, til dæmis hér á hápunkti íslensku stóriðjustefnunnar, þótt nóg ál sé
fyrir í heiminum sem má endurvinna í stað þess að eyða orku í að framleiða nýtt
ál. Núverandi áform um orkuver um allt Ísland eru í þessum anda því í mínum
huga er augljóst að þar ráða skammvin gróðasjónarmið ferðinni fremur en lang-
tímahugsun um ómetanleg jarðfræðileg og landfræðileg verðmæti sem okkur hér
á landi ber að standa vörð um fyrir heimsbyggðina og komandi kynslóðir.
Sam Pulk, fyrrum verðbréfasali á Wall Street, lýsir því í bók sinni Af ást á
peningum: Minningar um fjölskyldu, fíkn og ferð Wall Street verðbréfasala til að enduskil-
greina velgengni2 hvernig forkólfar kerfisins leituðu allra leiða til að tryggja eigið fé
í bankakreppunni og sögðust vera svo uppteknir við það að þeir hefðu ekki tíma
til að velta fyrir sér hvaða áhrif það hefði á afkomu almennings og samfélagið
í heild. Það er athyglisvert að Pulk að lýsir græðginni sem fíkn og hvernig pen-
ingamenn hefðu verið þarna líkt og á helberu trippi.
1 Sigríður Þorgeirsdóttir, „Dependency and Emancipation in the Debt-Economy: Care-
Ethical Critique of Contractarian Conceptions of the Debtor-Creditor Relation“, Hy-
patia 30:3, 2015, bls. 564–579.
2 Sam Pulk, For the Love of Money: A Memoir of Family, Addiction and a Wall Street Traders Journey
to Redefine Success, New York: Scribner, 2016.