Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 129

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 129
AlDA BJöRK VAlDIMARSDóTTIR 134 kvikmyndum svo dæmi séu tekin. Og að takast á við erfiðleika, reyna á sig og leggja á sig getur leitt til þess að þú náir að sigrast á vandanum og upplifir sælu. Bloom nefnir einnig að óþægilegir draumar séu miklu algengari en þægilegir og að jafnvel dagdraumar okkar snúi oftar en ekki að því sem sé neikvætt. Við virðumst fá eitthvað út úr því að borða sterkan mat, fara í óþægilega heit böð, klífa fjöll, hlaupa maraþon, láta lemja okkur í andlitið í íþróttasalnum eða í bar- dagaíþróttum. Það er því áhugavert að skoða hvers vegna við upplifum sælu oft í gegnum ýmiss konar ferli þjáninga. Þetta megi sjá í mörgum trúarlegum hefðum meðal annars í kristinni sköp- unarsögu þegar hin upprunalega synd dæmir okkur til lífs sem sé litað af baráttu. Þjáningarnar eru einnig miðjan í búddisma og undirstaða göfugu sannindanna fjögurra (e. Four Noble Truths) sem eru kjarninn í kennslu Búdda. Þau fela í sér eftirfalin fjögur atriði: 1) dukkha (þjáningu eða ófullnægju); 2) Samudaya (langanir, þrár, þorsta); 3) nirodah (hlé, endi, innilokun); 4) marga (leið, eða göfugu áttföldu leiðina (e. Noble Eightfold Path)) sem á að leiða til þess að þjáningarnar endi.13 Bloom segir að jafnvel fræðimenn sem séu ekki sammála um neitt séu þó sammála um gildi þjáningarinnar.14 The Sweet Spot spyr ýmissa spurninga líkt og hvers vegna fólki líki við hryllingsmyndir? Hvers vegna unglingar skeri sig? Hvað sé heillandi við BDSM? gerir þjáning sem einstaklingurinn velur sér, hann sjálf- an seigari eða sterkari (e. resilient)? gerir hún okkur að betri manneskjum? Bókin leitast við að draga upp víðari mynd af mannlegu eðli og verja það. Margir telja að mennirnir séu náttúrulegir nautnaseggir sem hugsi aðeins um vellíðan. En ef maður skoðar hungur okkar í sársauka og þjáningar þá er bersýnilegt að slíkt viðhorf á mannleika okkar er rangt. Við virðumst hallast að einhverju sem sé dýpra og yfirskilvitlegra. Jafnvel þótt unaðurinn sé sjaldan langt undan.15 Í bókinni Against Empathy frá 2016 vinnur Bloom áfram með tilfinningar en með aðeins breyttum formerkjum. Hlaut bókin misjafna dóma en margir voru 13 Encyclopedia of Buddhism, ritstjóri Robert E. Busswell, New York: Macmillan Reference USA, 2004, bls. 51. Sannindin fjögur merkja möguleikann á vakningu (e. awakening) og frelsi Búdda. Þjáningin (dukkha) er grundvallareinkenni alls lífs í heiminum og felur í sér allt sem vekur sársauka en það getur verið fæðing, elli, veikindi, dauði, sorg, andlegar og líkamlegar raunir, hvíldarleysi, að fá ekki það sem þú þráir eða vilt. Búdda ræðir um fimm tegundir af ágirni eða græðgi sem manneskjur grípa í eða halda fast í til þess að hugsa um sig sem sjálfstæðar og varanlegar verur. Um er að ræða hinn líkamlega lík- ama, tilfinningar, skynjanir, hvatir og meðvitund. Að halda í eitthvað af þessum atriðum skapar þjáningu vegna þess að ekkert er varanlegt í heiminum. Ekki er hægt að koma í veg fyrir þjáningar nema með uppljómun (e. enlightenment). Sjá Encyclopedia of Buddhism, bls. 240. 14 Paul Bloom, The Sweet Spot, bls. xiii. 15 Sama heimild, bls. xiv.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.