Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 130

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 130
„DRAUgAR Í SKElINNI“? 135 efins um afstöðu hans og bentu á að samlíðan væri gagnlegt tæki.16 Fremdar- dýrafræðingurinn Frank De Waal segir til dæmis sjónarhornið í bók Blooms um að við eigum fremur að styðjast við röklega vitsmuni í siðferðilegri afstöðu okkar, ógnvekjandi í ljósi sögu samtímans. Hægt sé að nota vísindi og skynsemi sem ekki hafi mannlegt haldreipi til þess að réttlæta næstum allt, þar á meðal viður- styggilegar iðkanir. Með slíku viðhorfi sé hægt að færa rök fyrir þrælahaldi sem og læknisfræðilegum réttlætingum fyrir því að nota fanga sem tilraunadýr. Með slíku viðhorfi séum við hvött til þess að bæta mannkynið með nauðbeygingum og þjóðarmorðum.17 Í Against Empathy leggur Bloom áherslu á að fólk eigi að nota heilann meira en hjartað og segir samlíðan vera tvenns konar. Um sé að ræða tilfinningalega sam- líðan (e. emotional empathy) og vitsmunalega samlíðan (e. cognitive empathy). Þegar við ræðum um samlíðan þá séum við yfirleitt að hugsa um þessa tilfinningalegu sem felur í sér speglun og getu til að setja sig í spor annarra, líða með þeim. Slík samlíðan felur einnig í sér hermihvöt.18 Vitsmunaleg samlíðan er aðeins öðruvísi og gefur til kynna skilning á líðan annarra, hugsunum þeirra og tilfinningum.19 Við leggjum á okkur til þess að komast að því hvað knýr fólk áfram, hvað vekur með þeim gleði, sársauka, fær það til að hlæja, reiðast eða finna fyrir viðbjóði, svo dæmi séu tekin. Slík tegund af samlíðan snýst ekki um að finna heldur frem- ur um að skilja og hún getur að mati Blooms verið jákvæð. Félagsleg greind er eins og önnur greind og getur verið tæki til þess að breyta á siðferðilegan hátt.20 En hann vill þó meina að slík tegund af vitsmunalegri samlíðan sé ofmetin sem leið til þess að gera góðverk. Sá mannkostur að geta lesið á réttan hátt þrár og hvatir annarra sé sá eiginleiki sem farsæll siðblindingi (síkópati) geti hrósað sér af og hægt sé að misnota getuna til þess að arðræna eða fremja grimmdarverk. 16 Sjá til dæmis viðtal Sean Illings við Bloom, „The Case Against Empathy. Why this Yale psychologist think you should be compassionate, not empathetic“, Vox, 16. janúar 2019. 17 Frans De Wall, Mama‘s Last Hug. Animal Emotion and What They Tell Us About Ourselves, New York/London: W.W Norton & Company, 2019, bls. 110–111. 18 Paul Bloom, Against Empathy. The Case for Rational Compassion, london: Vintage, 2016, bls. 19–20. Sjá einnig Alda Björk Valdimarsdóttir, „„Ég heyri það sem þú segir“. Sam- líðan sem pólitísk og félagsleg stýring“, Ritið 3/2022, bls. 129–167, hér bls. 130. Um frekari skilgreiningar á samlíðun og muninn á henni og samúð og samkennd sjá Bergljót S. Kristjánsdóttir og guðrún Steinþórsdóttir, „„Samkennd er … stundum kölluð sam- líðun.“ Um þýðingar á ýmsum erlendum fræðiorðum“, Skírnir, vor, 2016, bls. 91–109. 19 Bergljót og guðrún hafa einnig rætt um samhygð sem aðra mögulega þýðingu á orðinu vitsmunaleg samlíðan (e. cognitive empathy), sama heimild, bls. 101. Frekar um samlíðan sjá guðrún Steinþórsdóttir, Raunveruleiki hugans er ævintýri. Um valdar sögur Vigdísar Grímsdóttur, einkenni þeirra og viðtökur, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2021, bls. 52–53. 20 Paul Bloom, Against Empathy, bls. 3.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.